Innlent

Púðurtunnan Vestan­hafs, þandar taugar og hörð lending

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Ástandinu í Minneapolis er líkt við púðurtunnu og mikil ólga er í Bandaríkjunum vegna aðgerða innflytjendaeftirlitsins. Við rýnum í stöðuna Vestanhafs með sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum.

Borgarstjórinn Heiða Björg Hilmisdóttir, sem tapaði oddvitaslagnum innan Samfylkingarinnar, ætlar að taka annað sæti á lista flokksins í Reykjavík. Við ræðum við Heiðu í kvöldfréttum.

Helfararinnar var minnst víða um heim í dag á alþjóðlegum minningardegi. Starfhópur sem var skipaður í tíð fyrri ríkisstjórnar skilaði skýrslu með tillögum að því hvernig megi minnast atburðanna hér á landi. Forsætisráðherra mun skipa vinnuhóp til þess að vinna tillögurnar áfram en ein þeirra snýr að því að gera það refsivert að afneita helförinni.

Við skoðum einnig nýja þýska heimildarmynd sem sýnir frá daglegu lífi fanga og fangavarða á Litla Hrauni. Í myndinni eru dæmdir morðingar og fangar sem hafa hlitið þunga dóma fyrir gróf ofbeldisbrot.

Við verðum síðan í beinni útsendingu með Henry Birgi sem var á vellinum í dag þegar strákarnir okkar gerðu jafntefli við Svisslendinga. Við heyrum allt um stemninguna úti og kíkjum einnig niður á Alþingi þar sem þingmenn fylgdust spenntir með leiknum.

Í Íslandi í dag fær Vala Matt að skoða ýmis nýstárleg heilsutæki hjá heilsu- og næringarráðgjafanum Margréti Jónasdóttur. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×