Hvað vorum við að hugsa? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Í síðustu viku fengum við innsýn í hvernig er að liggja dauðvona á Landspítala við Hringbraut þegar aðstandandi deildi hljóðupptöku af linnulausum framkvæmdunum sem munu vera rétt að byrja. Sjálf hef ég unnið á heilbrigðisstofnun sem verið var að gera upp og hugsa með hryllingi til þess tíma. Við gátum ekki haldið uppi samræðum á læknastofunni og þegar heim var komið heyrði ég ekki lengur hvað börnin mín voru að segja. Ég heyrði reyndar ekki í eiginmanni mínum heldur en þannig er það nú alltaf. Nú get ég rétt ímyndað mér hvernig er að vera í sporum þeirra sem eru alvarlega veikir við svona aðstæður. Umhverfi hefur nefnilega áhrif á bataferli sjúklinga. Brautryðjandi í þeim rannsóknum var umhverfissálfræðingurinn Roger Ulrich sem birti niðurstöður í vísindatímaritinu Science árið 1984. Fólki, sem horfði út um glugga á skógi vaxna náttúru, farnaðist betur eftir skurðaðgerð, þurfti minna af verkjalyfjum og hafði færri fylgikvilla eftir aðgerð í samanburði við sjúklinga sem horfðu á steinsteypu. Fyrir 1984 fannst mönnum eðlilegt að á spítölum væri hávaði, þeir væru illa lyktandi og fólk hreinlega týndist þar. Þá var ekki verið að hugsa út í að streita gæti haft neikvæð áhrif af bataferli sjúklinga. Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem bera ábyrgð á að endurbyggja spítala allra landsmanna í miðju umferðaröngþveiti við undirspil múrbrjóta, hafi að leiðarljósi hvað sé best fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu spítalans. Hefði verið gæfulegra að byggja nýjan spítala á grænu svæði höfuðborgarinnar og hlífa veikum fyrir hávaðanum? Munum við mögulega horfa til baka og spyrja okkur: „hvað vorum við að hugsa?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fengum við innsýn í hvernig er að liggja dauðvona á Landspítala við Hringbraut þegar aðstandandi deildi hljóðupptöku af linnulausum framkvæmdunum sem munu vera rétt að byrja. Sjálf hef ég unnið á heilbrigðisstofnun sem verið var að gera upp og hugsa með hryllingi til þess tíma. Við gátum ekki haldið uppi samræðum á læknastofunni og þegar heim var komið heyrði ég ekki lengur hvað börnin mín voru að segja. Ég heyrði reyndar ekki í eiginmanni mínum heldur en þannig er það nú alltaf. Nú get ég rétt ímyndað mér hvernig er að vera í sporum þeirra sem eru alvarlega veikir við svona aðstæður. Umhverfi hefur nefnilega áhrif á bataferli sjúklinga. Brautryðjandi í þeim rannsóknum var umhverfissálfræðingurinn Roger Ulrich sem birti niðurstöður í vísindatímaritinu Science árið 1984. Fólki, sem horfði út um glugga á skógi vaxna náttúru, farnaðist betur eftir skurðaðgerð, þurfti minna af verkjalyfjum og hafði færri fylgikvilla eftir aðgerð í samanburði við sjúklinga sem horfðu á steinsteypu. Fyrir 1984 fannst mönnum eðlilegt að á spítölum væri hávaði, þeir væru illa lyktandi og fólk hreinlega týndist þar. Þá var ekki verið að hugsa út í að streita gæti haft neikvæð áhrif af bataferli sjúklinga. Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem bera ábyrgð á að endurbyggja spítala allra landsmanna í miðju umferðaröngþveiti við undirspil múrbrjóta, hafi að leiðarljósi hvað sé best fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu spítalans. Hefði verið gæfulegra að byggja nýjan spítala á grænu svæði höfuðborgarinnar og hlífa veikum fyrir hávaðanum? Munum við mögulega horfa til baka og spyrja okkur: „hvað vorum við að hugsa?“
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun