Hvað skal gera við þá dauðu? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Tengdar fréttir Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst.
Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun