Omarosa segir Trump vera rasista Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 22:30 Omarosa og Trump þegar allt lék í lyndi. Vísir/Getty Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir forsetann vera rasista. Hún segir enn fremur að hann hafi ítrekað notað „N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. Þetta skrifar Omarosa í nýrri bók sem ber heitið „Unhinged“ eða „Ruglaður“. Hún skrifar sömuleiðis að hún hafi heyrt Trump tala með rasískum hætti um George Conway, eiginmanna Kellyanne Conway, sem er af filippseyskum ættum. Omarosa gefur einnig í skyn í bók sinni að hugarástand Trump sé óstöðugt og hann hafi enga stjórn á sér. Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur komið höndum yfir eintak af bókinni sem kemur út í næstu viku.Gagnrýnendur Omarosa segja hana í hefndarhug gagnvart Trump eftir að hún var rekin frá Hvíta húsinu í fyrra en starfaði sem yfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins og var einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump. Sarah Sanders, talskona Trump, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún segir Omarosa vera að ljúga. Hún sé reið yfir því að hafa verið rekin og hún sé að reyna að græða peninga með fölskum árásum. Þá skammaðist Sanders út í fjölmiðla fyrir að taka mark á henni. Blaðamaðurinn Josh Dawsay sagði frá því á Twitter í kvöld að einn starfsmaður Hvíta hússins spurði hann hvernig í ósköpunum hann gæti tekið Omarosa alvarlega. Hann spurði á móti af hverju Omarosa hefði þénað 180 þúsund dali á ári, verið með einn æðsta titil ríkisstjórnarinnar, mætt á fundi hæstsettu starfsmanna Hvíta hússins og haft aðgang að skrifstofu forsetans."How could you trust a word she says?" one White House official asked me today. "Why did she make $180,000 a year, have among the highest titles in the government and attend senior staff meetings and visit the Oval?" I replied. https://t.co/D2QJeK227R — Josh Dawsey (@jdawsey1) August 10, 2018 Omarosa skrifar einnig í bók sinni að framboð Trump hefði boðið henni fimmtán þúsund dali á mánuði svo hún myndi þaga um reynslu sína í Hvíta húsinu. Það samsvarar árslaunum hennar þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Blaðamenn Washington Post hafa séð samningsdrög sem Omarosa barst frá tengdadóttur Trump, sem starfar innan framboðs forsetans. Þar kemur fram að hún hefði ekkert mátt tjá sig um Trump, Mike Pence, varaforseta, né fjölskyldur þeirra. Þá mætti hún heldur ekki segja neitt sem kæmi niður á Trump.Trump mun margsinnis hafa notað slíka samninga til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og fólki sem hafa sakað hann um óboðlegt framferði. Þar á meðal er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Omarosa hefur ekki birt neinar sannanir fyrir ásökunum sínum. Hins vegar segist hún hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu og blaðamenn Washington Post hafa hlustað á nokkrar slíkar. Þeir segja þær í samræmi við tilvitnanir í bókinni."I had to go through the pain of witnessing his racism with my own eyes, and hearing it with my own ears, many times, until I couldn't deny it any longer." Former White House staffer Omarosa Manigault Newman, in her new book. https://t.co/s2i9H7SSCX— The Associated Press (@AP) August 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir forsetann vera rasista. Hún segir enn fremur að hann hafi ítrekað notað „N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. Þetta skrifar Omarosa í nýrri bók sem ber heitið „Unhinged“ eða „Ruglaður“. Hún skrifar sömuleiðis að hún hafi heyrt Trump tala með rasískum hætti um George Conway, eiginmanna Kellyanne Conway, sem er af filippseyskum ættum. Omarosa gefur einnig í skyn í bók sinni að hugarástand Trump sé óstöðugt og hann hafi enga stjórn á sér. Þetta kemur fram í frétt Guardian sem hefur komið höndum yfir eintak af bókinni sem kemur út í næstu viku.Gagnrýnendur Omarosa segja hana í hefndarhug gagnvart Trump eftir að hún var rekin frá Hvíta húsinu í fyrra en starfaði sem yfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins og var einn af dyggustu stuðningsmönnum Trump. Sarah Sanders, talskona Trump, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem hún segir Omarosa vera að ljúga. Hún sé reið yfir því að hafa verið rekin og hún sé að reyna að græða peninga með fölskum árásum. Þá skammaðist Sanders út í fjölmiðla fyrir að taka mark á henni. Blaðamaðurinn Josh Dawsay sagði frá því á Twitter í kvöld að einn starfsmaður Hvíta hússins spurði hann hvernig í ósköpunum hann gæti tekið Omarosa alvarlega. Hann spurði á móti af hverju Omarosa hefði þénað 180 þúsund dali á ári, verið með einn æðsta titil ríkisstjórnarinnar, mætt á fundi hæstsettu starfsmanna Hvíta hússins og haft aðgang að skrifstofu forsetans."How could you trust a word she says?" one White House official asked me today. "Why did she make $180,000 a year, have among the highest titles in the government and attend senior staff meetings and visit the Oval?" I replied. https://t.co/D2QJeK227R — Josh Dawsey (@jdawsey1) August 10, 2018 Omarosa skrifar einnig í bók sinni að framboð Trump hefði boðið henni fimmtán þúsund dali á mánuði svo hún myndi þaga um reynslu sína í Hvíta húsinu. Það samsvarar árslaunum hennar þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Blaðamenn Washington Post hafa séð samningsdrög sem Omarosa barst frá tengdadóttur Trump, sem starfar innan framboðs forsetans. Þar kemur fram að hún hefði ekkert mátt tjá sig um Trump, Mike Pence, varaforseta, né fjölskyldur þeirra. Þá mætti hún heldur ekki segja neitt sem kæmi niður á Trump.Trump mun margsinnis hafa notað slíka samninga til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og fólki sem hafa sakað hann um óboðlegt framferði. Þar á meðal er klámmyndaleikkonan Stormy Daniels. Omarosa hefur ekki birt neinar sannanir fyrir ásökunum sínum. Hins vegar segist hún hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu og blaðamenn Washington Post hafa hlustað á nokkrar slíkar. Þeir segja þær í samræmi við tilvitnanir í bókinni."I had to go through the pain of witnessing his racism with my own eyes, and hearing it with my own ears, many times, until I couldn't deny it any longer." Former White House staffer Omarosa Manigault Newman, in her new book. https://t.co/s2i9H7SSCX— The Associated Press (@AP) August 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira