Ólafur um meiðsli Hörpu: „Vona að þetta sé ekki það sem allir eru að hugsa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 17. ágúst 2018 22:07 Ef fer á versta veg gæti Harpa misst af mikilvægum landsleikjum í byrjun september Vísir/Getty Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn