Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira