Björgunarbátar eru ekki farþegaskip Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 3. ágúst 2018 05:45 Það er eitthvað að í Reykjavík. Þrátt fyrir að miklir fjármunir fari í félagslega kerfið vaxa biðlistar eftir húsnæði. Þrátt fyrir loforð um úrbætur hefur leiguverð hækkað um nærri 100% á fjórum árum. Húsnæðislausu fólki hefur fjölgað um 95%. Sífellt fleiri þurfa að búa í foreldrahúsum. Það er ljóst að núverandi stefna hefur brugðist. Reykjavík hefur vanrækt skyldu sína að hér sé byggt hagkvæmt húsnæði. Byggt er mest á dýrum stöðum. Sífellt fleiri flytja annað. Sumir geta ekki eignast eða leigt á almennum markaði eins og hann er orðinn. Félagslega kerfið á þá að taka við en stór göt eru í möskvum öryggisnetsins. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúðir á markaði sem hefur hækkað um 100% ekki síst vegna ákvarðana borgarinnar sjálfrar. Þetta háa markaðsverð fer beint í leiguverðið og hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað mikið. Þeir sem eru svo „heppnir“ að fá húsnæði þurfa að borga mun hærra verð en fyrir nokkrum árum. Félagsbústaðir reikna sér svo tugmilljarða hagnað vegna endurmats á félagslegu húsnæði.Raunverulegar lausnir Það er grundvallaratriði að félagslega kerfið í Reykjavík hafi skýra stefnu og markmið um að koma fólki til sjálfshjálpar. Enginn vill festast inni í velferðarkerfinu, heldur á það að vera öryggisnet sem styður fólk til að geta lifað á eigin forsendum. Ýmis merki eru um að núverandi kerfi sé ekki að styðja við þetta grundvallaratriði, heldur flækjast margir í fátæktargildrum. Festast í netinu. Björgunarbátar eru ekki farþegaskip heldur neyðarúrræði. En mikilvægast er að koma í veg fyrir neyðina. Þess vegna viljum við breyta borginni þannig að fleiri geti verið á eigin forsendum í samfélaginu en ekki upp á náð og miskunn kerfisins. Almennar aðgerðir til að tryggja hagkvæmara húsnæði eru forgangsmál. Þess vegna höfum við lagt fram á annan tug tillagna til að leysa þessi mál. Lækka byggingargjöld, afnema innviðagjald, byggja á hagkvæmum stöðum og minnka skrifræðið. Þessar tillögur eru tækifæri fyrir borgarbúa. Vonandi fá þær brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er eitthvað að í Reykjavík. Þrátt fyrir að miklir fjármunir fari í félagslega kerfið vaxa biðlistar eftir húsnæði. Þrátt fyrir loforð um úrbætur hefur leiguverð hækkað um nærri 100% á fjórum árum. Húsnæðislausu fólki hefur fjölgað um 95%. Sífellt fleiri þurfa að búa í foreldrahúsum. Það er ljóst að núverandi stefna hefur brugðist. Reykjavík hefur vanrækt skyldu sína að hér sé byggt hagkvæmt húsnæði. Byggt er mest á dýrum stöðum. Sífellt fleiri flytja annað. Sumir geta ekki eignast eða leigt á almennum markaði eins og hann er orðinn. Félagslega kerfið á þá að taka við en stór göt eru í möskvum öryggisnetsins. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúðir á markaði sem hefur hækkað um 100% ekki síst vegna ákvarðana borgarinnar sjálfrar. Þetta háa markaðsverð fer beint í leiguverðið og hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað mikið. Þeir sem eru svo „heppnir“ að fá húsnæði þurfa að borga mun hærra verð en fyrir nokkrum árum. Félagsbústaðir reikna sér svo tugmilljarða hagnað vegna endurmats á félagslegu húsnæði.Raunverulegar lausnir Það er grundvallaratriði að félagslega kerfið í Reykjavík hafi skýra stefnu og markmið um að koma fólki til sjálfshjálpar. Enginn vill festast inni í velferðarkerfinu, heldur á það að vera öryggisnet sem styður fólk til að geta lifað á eigin forsendum. Ýmis merki eru um að núverandi kerfi sé ekki að styðja við þetta grundvallaratriði, heldur flækjast margir í fátæktargildrum. Festast í netinu. Björgunarbátar eru ekki farþegaskip heldur neyðarúrræði. En mikilvægast er að koma í veg fyrir neyðina. Þess vegna viljum við breyta borginni þannig að fleiri geti verið á eigin forsendum í samfélaginu en ekki upp á náð og miskunn kerfisins. Almennar aðgerðir til að tryggja hagkvæmara húsnæði eru forgangsmál. Þess vegna höfum við lagt fram á annan tug tillagna til að leysa þessi mál. Lækka byggingargjöld, afnema innviðagjald, byggja á hagkvæmum stöðum og minnka skrifræðið. Þessar tillögur eru tækifæri fyrir borgarbúa. Vonandi fá þær brautargengi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun