Bölvuð kaldhæðnin G. Pétur Matthíasson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bölvuð Vegagerðin Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar