Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2018 17:58 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira