Svar demókrata við umdeildu minnisblaði repúblikana loks gert opinbert Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 22:45 Adam Schiff, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar, skrifaði svarminnisblaðið. Trump hafði neitað að birta það vegna viðkvæmra upplýsinga í því. Vísir/AFP Demókratar hrekja ásakanir repúblikana á hendur æðstu löggæslustofnunum Bandaríkjanna í minnisblaði sem gert var opinbert í kvöld. Það er svar við umdeildu minnisblaði repúblikana þar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið var sakað um að hafa fengið heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Donalds Trump á fölskum forsendum. Trump hafði hafnað að birta svar demókrata. Minnisblað sem Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana, lét taka saman olli miklu fjaðrafoki í byrjun mánaðar. Í því voru FBI og dómsmálaráðuneytið sakað um að hafa byggt á skýrslu bresks njósnara þegar stofnanirnar óskuðu eftir heimild til að njósna um Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump í utanríkismálum, og leynt því fyrir dómstólnum að demókratar hefðu greitt fyrir upplýsingaöflun njósnarans. Repúblikanar í nefndinni nýttu sér ákvæði laga sem aldrei hafði verið beitt áður til að svipta leynd af minnisblaðinu og gera það opinbert. Trump forseti þurfti þó að taka ákvörðun um það fyrst. Hann lýsti því yfir að hann myndi gera það áður en hann hafði lesið minnisblaðið. Það var birt 2. febrúar þrátt fyrir mótmæli stjórnenda FBI og dómsmálaráðuneytisins. Ráðuneytið hafði kallað það „stórkostlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. Demókratar vildu þá að minnisblað sem Adam Schiff, leiðtogi þeirra í nefndinni, hafði tekið saman til að svara ásökunum repúblikana yrði birt samtímis. Því höfnuðu repúblikanar. Eftir að minnisblað demókrata hafði farið í gegnum ferli í þinginu hafnaði Trump að birta það opinberlega á þeim forsendum að innihald þess myndi afhjúpa hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna starfaði og heimildir hennar. Trump og fleiri repúblikanar nýttu svo minnisblað repúblikana til þess að ráðast á stjórnendur alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Sakaði hann þá um að hafa spillt „heilögu rannsóknarferli“ í þágu demókrata og gegn repúblikönum.Höfðu þegar fengið veður af tengslum Page við Rússa Eftir að FBI og dómsmálaráðuneytið fengu tækifæri til að fara fram á að viðkvæmar upplýsingar yrðu fjarlægðar úr minnisblaði demókrata var það gert opinbert nú í kvöld. Í minnisblaðinu fullyrða demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Ennfremur kemur fram í minnisblaðinu að tengsl Page við Rússa hafi þegar vakið athygli alríkislöggæslustofnana áður en FBI fékk skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í hendur. Rannsóknin á mögulegu samráði á milli Rússa og framboðs Trump hafi hafist þegar 31. júlí árið 2016. Skýrsluna hafi FBI ekki fengið í hendur fyrr en um miðjan september. Fulltrúar FBI hafi jafnframt yfirheyrt Page um samskipti hans við Rússa þegar í mars árið 2016. Í sama mánuði tilnefndi Trump hann sem ráðgjafa sinn í utanríkismálum. FBI hafi þannig alls ekki aðeins byggt á skýrslu Steele þegar óskað var eftir heimild frá sérstökum leynilegum leyniþjónustudómstól til að hlera fjarskipti hans í október 2016. Page hafði þá þegar látið af störfum fyrir framboðið.Devin Nunes hefur vegið harkalega að FBI og dómsmálaráðuneytinu. Hann hefur sakað stjórnendur löggæslustofnananna um að svíkja út hlerunarheimild gegn starfsmanni framboðs Trump.Vísir/AFPStaðfestu hluta Steele-skýrslunnar Þvert á fullyrðingarnar í minnisblaði repúblikana greindu FBI og dómsmálaráðuneytið dómstólnum frá því að skýrsla Steele hefði verið unnin fyrir aðila sem stofnanirnar teldu hafa verið að reyna að koma óorði á Trump án þess þó þeir aðilar væru nefndir á nafn, að því er segir í frétt Washington Post. Einnig voru lagðar fram ítarlegar upplýsingar um mat FBI á trúverðugleika Steele. Þá er fullyrt í minnisblaðinu að FBI hafi staðfest hluta upplýsinganna sem komu fram í skýrslu Steele. Sú skýrsla vakti gríðarlega athygli snemma árs í fyrra vegna ásakana um að Rússar gætu búið yfir skaðlegum upplýsingum um Trump, meðal annars í formi myndbands af honum við óviðurkvæmilegar aðstæður með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þær óstaðfestu upplýsingar voru ekki notaðar til að fá hlerunarheimild gegn Page, að sögn Politico.Sakar demókrata um samráð við yfirvöld um yfirhylmingu Nunes var í pontu á CPAC, ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum, þegar minnisblaðið var gert opinbert í kvöld. Í ræðu sinni sakaði hann demókrata um að leggja á ráðin með yfirvöldum um að hylma yfir meintar misgjörðir FBI. Í yfirlýsingu hélt hann sig við að FBI hefði notað „pólitískan skít“ sem Demókrataflokkurinn hefði greitt fyrir til þess að njósna um bandarískan borgara úr Repúblikanaflokknum. Andstæðingar Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar réðu upphaflega fyrirtæki til að safna upplýsingum um hann. Eftir að hann tryggði sér útnefningu flokksins héldu framboð Hillary Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins áfram að greiða fyrirtækinu sem réði Steele í kjölfarið. Schiff sagði hins vegar í kvöld að minnisblað demókrata sýndi að löggæslustofnanirnar hefðu ekki gert neitt rangt þegar þær fengu hlerunarheimildina gegn Page. Þvert á móti hafi þær lagt fram ítarleg gögn til að styðja kröfu sína. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40 FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Demókratar hrekja ásakanir repúblikana á hendur æðstu löggæslustofnunum Bandaríkjanna í minnisblaði sem gert var opinbert í kvöld. Það er svar við umdeildu minnisblaði repúblikana þar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið var sakað um að hafa fengið heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Donalds Trump á fölskum forsendum. Trump hafði hafnað að birta svar demókrata. Minnisblað sem Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana, lét taka saman olli miklu fjaðrafoki í byrjun mánaðar. Í því voru FBI og dómsmálaráðuneytið sakað um að hafa byggt á skýrslu bresks njósnara þegar stofnanirnar óskuðu eftir heimild til að njósna um Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump í utanríkismálum, og leynt því fyrir dómstólnum að demókratar hefðu greitt fyrir upplýsingaöflun njósnarans. Repúblikanar í nefndinni nýttu sér ákvæði laga sem aldrei hafði verið beitt áður til að svipta leynd af minnisblaðinu og gera það opinbert. Trump forseti þurfti þó að taka ákvörðun um það fyrst. Hann lýsti því yfir að hann myndi gera það áður en hann hafði lesið minnisblaðið. Það var birt 2. febrúar þrátt fyrir mótmæli stjórnenda FBI og dómsmálaráðuneytisins. Ráðuneytið hafði kallað það „stórkostlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. Demókratar vildu þá að minnisblað sem Adam Schiff, leiðtogi þeirra í nefndinni, hafði tekið saman til að svara ásökunum repúblikana yrði birt samtímis. Því höfnuðu repúblikanar. Eftir að minnisblað demókrata hafði farið í gegnum ferli í þinginu hafnaði Trump að birta það opinberlega á þeim forsendum að innihald þess myndi afhjúpa hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna starfaði og heimildir hennar. Trump og fleiri repúblikanar nýttu svo minnisblað repúblikana til þess að ráðast á stjórnendur alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Sakaði hann þá um að hafa spillt „heilögu rannsóknarferli“ í þágu demókrata og gegn repúblikönum.Höfðu þegar fengið veður af tengslum Page við Rússa Eftir að FBI og dómsmálaráðuneytið fengu tækifæri til að fara fram á að viðkvæmar upplýsingar yrðu fjarlægðar úr minnisblaði demókrata var það gert opinbert nú í kvöld. Í minnisblaðinu fullyrða demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Ennfremur kemur fram í minnisblaðinu að tengsl Page við Rússa hafi þegar vakið athygli alríkislöggæslustofnana áður en FBI fékk skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í hendur. Rannsóknin á mögulegu samráði á milli Rússa og framboðs Trump hafi hafist þegar 31. júlí árið 2016. Skýrsluna hafi FBI ekki fengið í hendur fyrr en um miðjan september. Fulltrúar FBI hafi jafnframt yfirheyrt Page um samskipti hans við Rússa þegar í mars árið 2016. Í sama mánuði tilnefndi Trump hann sem ráðgjafa sinn í utanríkismálum. FBI hafi þannig alls ekki aðeins byggt á skýrslu Steele þegar óskað var eftir heimild frá sérstökum leynilegum leyniþjónustudómstól til að hlera fjarskipti hans í október 2016. Page hafði þá þegar látið af störfum fyrir framboðið.Devin Nunes hefur vegið harkalega að FBI og dómsmálaráðuneytinu. Hann hefur sakað stjórnendur löggæslustofnananna um að svíkja út hlerunarheimild gegn starfsmanni framboðs Trump.Vísir/AFPStaðfestu hluta Steele-skýrslunnar Þvert á fullyrðingarnar í minnisblaði repúblikana greindu FBI og dómsmálaráðuneytið dómstólnum frá því að skýrsla Steele hefði verið unnin fyrir aðila sem stofnanirnar teldu hafa verið að reyna að koma óorði á Trump án þess þó þeir aðilar væru nefndir á nafn, að því er segir í frétt Washington Post. Einnig voru lagðar fram ítarlegar upplýsingar um mat FBI á trúverðugleika Steele. Þá er fullyrt í minnisblaðinu að FBI hafi staðfest hluta upplýsinganna sem komu fram í skýrslu Steele. Sú skýrsla vakti gríðarlega athygli snemma árs í fyrra vegna ásakana um að Rússar gætu búið yfir skaðlegum upplýsingum um Trump, meðal annars í formi myndbands af honum við óviðurkvæmilegar aðstæður með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þær óstaðfestu upplýsingar voru ekki notaðar til að fá hlerunarheimild gegn Page, að sögn Politico.Sakar demókrata um samráð við yfirvöld um yfirhylmingu Nunes var í pontu á CPAC, ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum, þegar minnisblaðið var gert opinbert í kvöld. Í ræðu sinni sakaði hann demókrata um að leggja á ráðin með yfirvöldum um að hylma yfir meintar misgjörðir FBI. Í yfirlýsingu hélt hann sig við að FBI hefði notað „pólitískan skít“ sem Demókrataflokkurinn hefði greitt fyrir til þess að njósna um bandarískan borgara úr Repúblikanaflokknum. Andstæðingar Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar réðu upphaflega fyrirtæki til að safna upplýsingum um hann. Eftir að hann tryggði sér útnefningu flokksins héldu framboð Hillary Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins áfram að greiða fyrirtækinu sem réði Steele í kjölfarið. Schiff sagði hins vegar í kvöld að minnisblað demókrata sýndi að löggæslustofnanirnar hefðu ekki gert neitt rangt þegar þær fengu hlerunarheimildina gegn Page. Þvert á móti hafi þær lagt fram ítarleg gögn til að styðja kröfu sína.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40 FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. 9. febrúar 2018 23:40
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent