Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 11:06 Gervinhnattarmynd af Sohae-herstöðinni. Vísir/Getty Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. Einræðisríkið virðist þar með vera að fylgja samkomulagi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem samþykkt var í Singapúr í síðasta mánuði. Donald Trump sagði þá að Kim hefði heitið því að losa sig við eldflaugatilraunabúnað án þess að taka fram hvar.Nýjar gervihnattarmyndir af Sohae í Norður-Kóreu gefa í skyn að verið sé að rífa mannvirki þar. Yfirvöld Norður-Kóreu segja gervihnöttum hafa verið skotið á loft þaðan en erlendir sérfræðingar segja Sohae vera skotstað fyrir eldflaugar. Greinendur 38 North, sem fylgjast grannt með málum í Norður-Kóreu, segja áðurnefndar myndir, frá 20. júní, segja mikilvæg mannvirki sem snúa að eldflaugaskotum og að þróun eldflauga hafa verið rifin. Það gefi til kynna að trú ríkisstjórnar Norður-Kóreu á eldflaugar sínar hafi aukist til muna.Eftir fund Trump og Kim hélt bandaríski forsetinn því fram að Norður-Kórea hefði samþykkt að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi og hleypa eftirlitsaðilum inn í ríkið. Samkomulag leiðtoganna hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera verulega óljóst. Síðan þá hefur ríkisstjórn Norður-Kóreu dregið lappirnar verulega og jafnvel sagt Bandaríkin haga sér eins og „ribbaldar“ fyrir að fara fram á afvopnun landsins. Fregnir hafa borist af því að leyniþjónustur Bandaríkjanna telji Norður-Kóreu halda þróun kjarnorkuvopna áfram í leyni. Endurbætur hafi verið gerðar á mikilvægri rannsóknarstöð þar sem Úran er auðgað og slíkum stöðum hafi verið fjölgað. Þá sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á föstudaginn að yfirvöld Norður-Kóreu virtust reyna að komast fram hjá viðskiptaþvingunum og að nauðsynlegt væri að fylgja þeim eftir. Ekki mætti draga úr þrýstingi á einræðisríkið, fyrr en þeir hefðu látið öll sín kjarnorkuvopn af hendi og hleypt eftirlitsaðilum inn. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. Einræðisríkið virðist þar með vera að fylgja samkomulagi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem samþykkt var í Singapúr í síðasta mánuði. Donald Trump sagði þá að Kim hefði heitið því að losa sig við eldflaugatilraunabúnað án þess að taka fram hvar.Nýjar gervihnattarmyndir af Sohae í Norður-Kóreu gefa í skyn að verið sé að rífa mannvirki þar. Yfirvöld Norður-Kóreu segja gervihnöttum hafa verið skotið á loft þaðan en erlendir sérfræðingar segja Sohae vera skotstað fyrir eldflaugar. Greinendur 38 North, sem fylgjast grannt með málum í Norður-Kóreu, segja áðurnefndar myndir, frá 20. júní, segja mikilvæg mannvirki sem snúa að eldflaugaskotum og að þróun eldflauga hafa verið rifin. Það gefi til kynna að trú ríkisstjórnar Norður-Kóreu á eldflaugar sínar hafi aukist til muna.Eftir fund Trump og Kim hélt bandaríski forsetinn því fram að Norður-Kórea hefði samþykkt að láta öll kjarnorkuvopn sín af hendi og hleypa eftirlitsaðilum inn í ríkið. Samkomulag leiðtoganna hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera verulega óljóst. Síðan þá hefur ríkisstjórn Norður-Kóreu dregið lappirnar verulega og jafnvel sagt Bandaríkin haga sér eins og „ribbaldar“ fyrir að fara fram á afvopnun landsins. Fregnir hafa borist af því að leyniþjónustur Bandaríkjanna telji Norður-Kóreu halda þróun kjarnorkuvopna áfram í leyni. Endurbætur hafi verið gerðar á mikilvægri rannsóknarstöð þar sem Úran er auðgað og slíkum stöðum hafi verið fjölgað. Þá sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á föstudaginn að yfirvöld Norður-Kóreu virtust reyna að komast fram hjá viðskiptaþvingunum og að nauðsynlegt væri að fylgja þeim eftir. Ekki mætti draga úr þrýstingi á einræðisríkið, fyrr en þeir hefðu látið öll sín kjarnorkuvopn af hendi og hleypt eftirlitsaðilum inn.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira