Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 17:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim. Norður-Kórea Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim.
Norður-Kórea Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira