Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 20:15 Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15