Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 20:15 Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent