Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. júlí 2018 06:00 Einstaklingur í fíknivanda fékk uppáskrifuð lyf frá lækni sem starfar á EES svæðinu og leysti þau út á Íslandi. Nú girðir Lyfjastofnun fyrir slíka afgreiðslu. Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00