Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2016 19:00 Ólafur B. Einarsson Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira