Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 13:34 Mike Pompeo tekur í hönd Kim Yong-chol, varaformann miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Hann hitti ekki Kim Jong-un í ferð sinni að þessu sinni. Vísir/EPA Fulltrúar Norður-Kóreu lýsa nýafstöðnum viðræðum sínum við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sendinefnd hans sem „hörmulegum“. Pompeo hafði skömmu áður sagt að viðræðurnar hefðu verið „gagnlegar“. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin hefðu „svikið anda“ leiðtogafundar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í síðasta mánuði í viðræðum síðustu tvo daga. Það hefðu þau gert með því að setja „einhliða þrýsting“ um algera afkjarnavopnavæðingu Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu talsmannsins sagði að niðurstöður viðræðnanna yllu „miklum áhyggjum“ þar sem þær leiddu til hættulegs skeiðs þar sem vilji norður-kóreskra stjórnvalda til að afvopnast gæti minnkað en hann hefði fram að þessu verið staðfastur. Annað hljóð var í Pompoe þegar hann ávarpaði fréttamenn á leið sinni heim frá viðræðunum sem fóru fram í Norður-Kóreu. Viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og farið fram „í góðri trú“. Mikill árangur hefði náðst á sumum sviðum þótt enn væri mikið verk fyrir höndum á öðrum sviðum. Trump forseti gekk sjálfur svo langt eftir fund sinn með Kim að fullyrða að kjarnavopnahætta stafaði ekki lengur af Norður-Kóreu. Í vikunni stærði hann sig af því að hafa komið í veg fyrir stríð á Kóreuskaga. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Fulltrúar Norður-Kóreu lýsa nýafstöðnum viðræðum sínum við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sendinefnd hans sem „hörmulegum“. Pompeo hafði skömmu áður sagt að viðræðurnar hefðu verið „gagnlegar“. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin hefðu „svikið anda“ leiðtogafundar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í síðasta mánuði í viðræðum síðustu tvo daga. Það hefðu þau gert með því að setja „einhliða þrýsting“ um algera afkjarnavopnavæðingu Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu talsmannsins sagði að niðurstöður viðræðnanna yllu „miklum áhyggjum“ þar sem þær leiddu til hættulegs skeiðs þar sem vilji norður-kóreskra stjórnvalda til að afvopnast gæti minnkað en hann hefði fram að þessu verið staðfastur. Annað hljóð var í Pompoe þegar hann ávarpaði fréttamenn á leið sinni heim frá viðræðunum sem fóru fram í Norður-Kóreu. Viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og farið fram „í góðri trú“. Mikill árangur hefði náðst á sumum sviðum þótt enn væri mikið verk fyrir höndum á öðrum sviðum. Trump forseti gekk sjálfur svo langt eftir fund sinn með Kim að fullyrða að kjarnavopnahætta stafaði ekki lengur af Norður-Kóreu. Í vikunni stærði hann sig af því að hafa komið í veg fyrir stríð á Kóreuskaga.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39
Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45
Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53