Fram er komið í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar eftir 3-1 sigur á botnliði Magna á Laugardalsvelli í dag.
Gestirnir komust yfir strax á fjórðu mínútu er Gunnar Örvar Stefánsson skoraði en fjórum mínútum síðar jafnaði Helgi Guðjónsson.
1-1 í hálfleik en Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 56. mínútu áður en Mihajlo Jakimoski skoraði þriðja mark Fram á 71. mínútu.
Fram er því komið í fimmta sætið en þeir höfðu tapað síðustu tveimur leikjum. Magni er á botninum með sex stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
