Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 15:30 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28