Skiptir sumarlestur máli? Bjartey Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Þeir sem hafa sinnt kennslu í grunnskólum um árabil vita að ef ekkert er lesið yfir sumartímann kemur lesfimi til með að hraka hjá mörgum nemendum. Yngstu nemendurnir eru sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar, en einnig nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika eða eiga annað móðurmál en íslensku. Hjá sumum nemendum getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lesfimi að hausti (mælt í orðum á mínútu) stendur á sama stað og í byrjun árs. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast! Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann nægir að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Það er athyglisvert að skoða með myndrænni framsetningu hvernig lesfimi einstakra nemenda þróast. Þar kemur greinilega fram að milli mælinga í maí og september á sama ári fer allstórum hluta nemenda aftur. Myndin sem fylgir þessum pistli er er gott dæmi um slíka afturför hjá nemanda í 5. bekk. xxxÞessi myndræna framsetning er sláandi og án efa vilja foreldrar forðast að slíkt hendi þeirra börn. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér samlegðaráhrif þess ef ekkert er lesið í 10-11 vikur á ári í gegnum alla skólagönguna. Bóklestur eflir orðaforða og bætir málskilning og því er hætta á að börn sem lesa lítið dragist aftur úr hvað varðar málþroska og lesskilning. Það má benda á fjölbreyttar leiðir hvað varðar sumarlestur og t.d. hafa lestrarbingó og læsisdagatöl verið vinsæl meðal yngri nemenda (sjá vef mms.is). Með eldri nemendur má hvetja þá til að lesa efni af vefmiðlum, t.d. umfjöllun sem snýr að áhugasviði þeirra eða fréttir af ýmsum toga. Einnig má benda á rafbækur. Skilvirkast væri ef eftir lestur ættu nemendur að segja foreldrum/forráðmönnum frá efni þess sem lesið var og skapa umræður um lesefnið. Þá má nefna að á mörgum bókasöfnum eru í gangi sérstök átök hvað varðar sumarlestur, auk þess sem boðið er upp á faglega aðstoð við val á lesefni fyrir börn á öllum aldri. Þeim tíma sem varið er í sumarlestur er því vel varið og getur þegar til lengri tíma er litið haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda. Komum þeim boðum til barnanna okkar að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrarstundir séu góðar samverustundir.Höfundur er talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa sinnt kennslu í grunnskólum um árabil vita að ef ekkert er lesið yfir sumartímann kemur lesfimi til með að hraka hjá mörgum nemendum. Yngstu nemendurnir eru sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar, en einnig nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika eða eiga annað móðurmál en íslensku. Hjá sumum nemendum getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lesfimi að hausti (mælt í orðum á mínútu) stendur á sama stað og í byrjun árs. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast! Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann nægir að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Það er athyglisvert að skoða með myndrænni framsetningu hvernig lesfimi einstakra nemenda þróast. Þar kemur greinilega fram að milli mælinga í maí og september á sama ári fer allstórum hluta nemenda aftur. Myndin sem fylgir þessum pistli er er gott dæmi um slíka afturför hjá nemanda í 5. bekk. xxxÞessi myndræna framsetning er sláandi og án efa vilja foreldrar forðast að slíkt hendi þeirra börn. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér samlegðaráhrif þess ef ekkert er lesið í 10-11 vikur á ári í gegnum alla skólagönguna. Bóklestur eflir orðaforða og bætir málskilning og því er hætta á að börn sem lesa lítið dragist aftur úr hvað varðar málþroska og lesskilning. Það má benda á fjölbreyttar leiðir hvað varðar sumarlestur og t.d. hafa lestrarbingó og læsisdagatöl verið vinsæl meðal yngri nemenda (sjá vef mms.is). Með eldri nemendur má hvetja þá til að lesa efni af vefmiðlum, t.d. umfjöllun sem snýr að áhugasviði þeirra eða fréttir af ýmsum toga. Einnig má benda á rafbækur. Skilvirkast væri ef eftir lestur ættu nemendur að segja foreldrum/forráðmönnum frá efni þess sem lesið var og skapa umræður um lesefnið. Þá má nefna að á mörgum bókasöfnum eru í gangi sérstök átök hvað varðar sumarlestur, auk þess sem boðið er upp á faglega aðstoð við val á lesefni fyrir börn á öllum aldri. Þeim tíma sem varið er í sumarlestur er því vel varið og getur þegar til lengri tíma er litið haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda. Komum þeim boðum til barnanna okkar að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrarstundir séu góðar samverustundir.Höfundur er talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar