Skiptir sumarlestur máli? Bjartey Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Þeir sem hafa sinnt kennslu í grunnskólum um árabil vita að ef ekkert er lesið yfir sumartímann kemur lesfimi til með að hraka hjá mörgum nemendum. Yngstu nemendurnir eru sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar, en einnig nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika eða eiga annað móðurmál en íslensku. Hjá sumum nemendum getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lesfimi að hausti (mælt í orðum á mínútu) stendur á sama stað og í byrjun árs. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast! Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann nægir að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Það er athyglisvert að skoða með myndrænni framsetningu hvernig lesfimi einstakra nemenda þróast. Þar kemur greinilega fram að milli mælinga í maí og september á sama ári fer allstórum hluta nemenda aftur. Myndin sem fylgir þessum pistli er er gott dæmi um slíka afturför hjá nemanda í 5. bekk. xxxÞessi myndræna framsetning er sláandi og án efa vilja foreldrar forðast að slíkt hendi þeirra börn. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér samlegðaráhrif þess ef ekkert er lesið í 10-11 vikur á ári í gegnum alla skólagönguna. Bóklestur eflir orðaforða og bætir málskilning og því er hætta á að börn sem lesa lítið dragist aftur úr hvað varðar málþroska og lesskilning. Það má benda á fjölbreyttar leiðir hvað varðar sumarlestur og t.d. hafa lestrarbingó og læsisdagatöl verið vinsæl meðal yngri nemenda (sjá vef mms.is). Með eldri nemendur má hvetja þá til að lesa efni af vefmiðlum, t.d. umfjöllun sem snýr að áhugasviði þeirra eða fréttir af ýmsum toga. Einnig má benda á rafbækur. Skilvirkast væri ef eftir lestur ættu nemendur að segja foreldrum/forráðmönnum frá efni þess sem lesið var og skapa umræður um lesefnið. Þá má nefna að á mörgum bókasöfnum eru í gangi sérstök átök hvað varðar sumarlestur, auk þess sem boðið er upp á faglega aðstoð við val á lesefni fyrir börn á öllum aldri. Þeim tíma sem varið er í sumarlestur er því vel varið og getur þegar til lengri tíma er litið haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda. Komum þeim boðum til barnanna okkar að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrarstundir séu góðar samverustundir.Höfundur er talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa sinnt kennslu í grunnskólum um árabil vita að ef ekkert er lesið yfir sumartímann kemur lesfimi til með að hraka hjá mörgum nemendum. Yngstu nemendurnir eru sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar, en einnig nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika eða eiga annað móðurmál en íslensku. Hjá sumum nemendum getur bakslagið jafnvel orðið það mikið að lesfimi að hausti (mælt í orðum á mínútu) stendur á sama stað og í byrjun árs. Það þýðir í raun að heil önn hefur tapast! Til að koma í veg fyrir afturför í lestri yfir sumartímann nægir að börnin lesi að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. Það er athyglisvert að skoða með myndrænni framsetningu hvernig lesfimi einstakra nemenda þróast. Þar kemur greinilega fram að milli mælinga í maí og september á sama ári fer allstórum hluta nemenda aftur. Myndin sem fylgir þessum pistli er er gott dæmi um slíka afturför hjá nemanda í 5. bekk. xxxÞessi myndræna framsetning er sláandi og án efa vilja foreldrar forðast að slíkt hendi þeirra börn. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér samlegðaráhrif þess ef ekkert er lesið í 10-11 vikur á ári í gegnum alla skólagönguna. Bóklestur eflir orðaforða og bætir málskilning og því er hætta á að börn sem lesa lítið dragist aftur úr hvað varðar málþroska og lesskilning. Það má benda á fjölbreyttar leiðir hvað varðar sumarlestur og t.d. hafa lestrarbingó og læsisdagatöl verið vinsæl meðal yngri nemenda (sjá vef mms.is). Með eldri nemendur má hvetja þá til að lesa efni af vefmiðlum, t.d. umfjöllun sem snýr að áhugasviði þeirra eða fréttir af ýmsum toga. Einnig má benda á rafbækur. Skilvirkast væri ef eftir lestur ættu nemendur að segja foreldrum/forráðmönnum frá efni þess sem lesið var og skapa umræður um lesefnið. Þá má nefna að á mörgum bókasöfnum eru í gangi sérstök átök hvað varðar sumarlestur, auk þess sem boðið er upp á faglega aðstoð við val á lesefni fyrir börn á öllum aldri. Þeim tíma sem varið er í sumarlestur er því vel varið og getur þegar til lengri tíma er litið haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda. Komum þeim boðum til barnanna okkar að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og að lestrarstundir séu góðar samverustundir.Höfundur er talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar