Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2018 20:50 Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Vísir/Getty Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur (LR) sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir að sautján læknum í þrettán sérgreinum hafi verið meinuð aðild að rammasamningnum, en að í að minnsta kosti níu þessara sérgreina sé mikill skortur á sérfræðilæknum hér á landi og löng bið fyrir sjúklinga eftir að fá tíma.Skortur á sérfræðilæknum Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem lokið hefur sérfræðinámi í Bandaríkjunum og vinnur nú á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningnum í síðasta mánuði, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi.Sjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélagaEnginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Ekki leitað til samráðsnefndar Í yfirlýsingu LR segir að í upphaflegri afgreiðslu SÍ og ráðuneytisins hafi rammasamningurinn verið brotinn þar sem ekki hafi verið leitað til samráðsnefndar LR og SÍ sem samkvæmt samningi hefur það hlutverk að úrskurða hvort þörf sé fyrir nýja lækna. Ennfremur sé úrskurðurinn í stjórnsýslukærunni rangur og „tekur ekki á kjarna málsins sem er hrópandi þörf fyrir lækna í ákveðnum sérgreinum eins og taugalækningum í þessu tilviki“. Úrskurður og framganga ráðuneytisins bitni hart á ákveðnum sjúklingahópum sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, líkt og segir í yfirlýsingunni. „Við þær aðstæður sem ráðuneytið hefur nú skapað með gjörðum sínum neyðast þeir sérfræðilæknar, sem ekki fá aðgang að rammasamningnum, til að hefja sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir greiða þá allan kostnað og láta síðan reyna á sjúkratryggingu sína og hugsanlegar endurgreiðslur frá SÍ. Til verður tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingum er gert að bíða, stundum svo mánuðum skiptir, eftir tíma hjá sérfræðilækni með aðild að samningnum, eða greiða hærra verð án þátttöku ríkisins til að komast tímanlega að hjá lækni án aðildar að samningnum,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur (LR) sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir að sautján læknum í þrettán sérgreinum hafi verið meinuð aðild að rammasamningnum, en að í að minnsta kosti níu þessara sérgreina sé mikill skortur á sérfræðilæknum hér á landi og löng bið fyrir sjúklinga eftir að fá tíma.Skortur á sérfræðilæknum Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem lokið hefur sérfræðinámi í Bandaríkjunum og vinnur nú á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningnum í síðasta mánuði, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi.Sjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélagaEnginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Ekki leitað til samráðsnefndar Í yfirlýsingu LR segir að í upphaflegri afgreiðslu SÍ og ráðuneytisins hafi rammasamningurinn verið brotinn þar sem ekki hafi verið leitað til samráðsnefndar LR og SÍ sem samkvæmt samningi hefur það hlutverk að úrskurða hvort þörf sé fyrir nýja lækna. Ennfremur sé úrskurðurinn í stjórnsýslukærunni rangur og „tekur ekki á kjarna málsins sem er hrópandi þörf fyrir lækna í ákveðnum sérgreinum eins og taugalækningum í þessu tilviki“. Úrskurður og framganga ráðuneytisins bitni hart á ákveðnum sjúklingahópum sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, líkt og segir í yfirlýsingunni. „Við þær aðstæður sem ráðuneytið hefur nú skapað með gjörðum sínum neyðast þeir sérfræðilæknar, sem ekki fá aðgang að rammasamningnum, til að hefja sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir greiða þá allan kostnað og láta síðan reyna á sjúkratryggingu sína og hugsanlegar endurgreiðslur frá SÍ. Til verður tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingum er gert að bíða, stundum svo mánuðum skiptir, eftir tíma hjá sérfræðilækni með aðild að samningnum, eða greiða hærra verð án þátttöku ríkisins til að komast tímanlega að hjá lækni án aðildar að samningnum,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00