Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2018 20:50 Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Vísir/Getty Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur (LR) sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir að sautján læknum í þrettán sérgreinum hafi verið meinuð aðild að rammasamningnum, en að í að minnsta kosti níu þessara sérgreina sé mikill skortur á sérfræðilæknum hér á landi og löng bið fyrir sjúklinga eftir að fá tíma.Skortur á sérfræðilæknum Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem lokið hefur sérfræðinámi í Bandaríkjunum og vinnur nú á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningnum í síðasta mánuði, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi.Sjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélagaEnginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Ekki leitað til samráðsnefndar Í yfirlýsingu LR segir að í upphaflegri afgreiðslu SÍ og ráðuneytisins hafi rammasamningurinn verið brotinn þar sem ekki hafi verið leitað til samráðsnefndar LR og SÍ sem samkvæmt samningi hefur það hlutverk að úrskurða hvort þörf sé fyrir nýja lækna. Ennfremur sé úrskurðurinn í stjórnsýslukærunni rangur og „tekur ekki á kjarna málsins sem er hrópandi þörf fyrir lækna í ákveðnum sérgreinum eins og taugalækningum í þessu tilviki“. Úrskurður og framganga ráðuneytisins bitni hart á ákveðnum sjúklingahópum sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, líkt og segir í yfirlýsingunni. „Við þær aðstæður sem ráðuneytið hefur nú skapað með gjörðum sínum neyðast þeir sérfræðilæknar, sem ekki fá aðgang að rammasamningnum, til að hefja sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir greiða þá allan kostnað og láta síðan reyna á sjúkratryggingu sína og hugsanlegar endurgreiðslur frá SÍ. Til verður tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingum er gert að bíða, stundum svo mánuðum skiptir, eftir tíma hjá sérfræðilækni með aðild að samningnum, eða greiða hærra verð án þátttöku ríkisins til að komast tímanlega að hjá lækni án aðildar að samningnum,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur (LR) sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir að sautján læknum í þrettán sérgreinum hafi verið meinuð aðild að rammasamningnum, en að í að minnsta kosti níu þessara sérgreina sé mikill skortur á sérfræðilæknum hér á landi og löng bið fyrir sjúklinga eftir að fá tíma.Skortur á sérfræðilæknum Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem lokið hefur sérfræðinámi í Bandaríkjunum og vinnur nú á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningnum í síðasta mánuði, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi.Sjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélagaEnginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Ekki leitað til samráðsnefndar Í yfirlýsingu LR segir að í upphaflegri afgreiðslu SÍ og ráðuneytisins hafi rammasamningurinn verið brotinn þar sem ekki hafi verið leitað til samráðsnefndar LR og SÍ sem samkvæmt samningi hefur það hlutverk að úrskurða hvort þörf sé fyrir nýja lækna. Ennfremur sé úrskurðurinn í stjórnsýslukærunni rangur og „tekur ekki á kjarna málsins sem er hrópandi þörf fyrir lækna í ákveðnum sérgreinum eins og taugalækningum í þessu tilviki“. Úrskurður og framganga ráðuneytisins bitni hart á ákveðnum sjúklingahópum sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, líkt og segir í yfirlýsingunni. „Við þær aðstæður sem ráðuneytið hefur nú skapað með gjörðum sínum neyðast þeir sérfræðilæknar, sem ekki fá aðgang að rammasamningnum, til að hefja sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir greiða þá allan kostnað og láta síðan reyna á sjúkratryggingu sína og hugsanlegar endurgreiðslur frá SÍ. Til verður tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingum er gert að bíða, stundum svo mánuðum skiptir, eftir tíma hjá sérfræðilækni með aðild að samningnum, eða greiða hærra verð án þátttöku ríkisins til að komast tímanlega að hjá lækni án aðildar að samningnum,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00