Norðurálsmótið í knattspyrnu fór fram á Akranesi um helgina og það í 34. Skipti. Fyrsta mótið fór fram árið 1985 en ekki alltaf hefur mótið borið sama nafn.
Á mótinu keppa ungir drengir á aldrinum 6-8 ára í fimm manna liðum en byrjað var á föstudegi og fengu menn að spreyta sig fram á sunnudag.
Um eitt þúsund og fjögur hundrið keppendur voru skráðir til leiks uppi á Skipaskaga og framtíðar landsliðsmenn í hverju horni.
Stefán Árni Pálsson var á svæðinu alla helgina og má sjá skemmtilegar myndir frá mótinu hér að neðan úr íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Sérstakur þáttur verður um Norðurálsmótið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið.
Framtíðar landsliðsmenn í hverju horni
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið





Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn



Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti

