Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 07:45 Kim og Trump tóku höndum saman um yfirlýsingu þar sem stefnt er að friði á Kóreuskaga. Vísir/EPA Fögur fyrirheit um frið á Kóreuskaga eru að finna í sameiginlegri yfirlýsingu sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir eftir fund þeirra í nótt. Sérfræðingar gagnrýna hins vegar að engar nýjar skuldbindingar séu að finna í skjalinu. Trump heitir Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði skuldbindingu sína um „algera afkjarnavopnun“ Kóreuskagans í yfirlýsingunni sem þeir skrifuðu undir í Singapúr. Þá eru ríkin tvö sögð ætla að vinna saman að varanlegum friði og viðræðum verður haldið áfram. Bandaríkjaforseti fullyrti að afvopnunin hefðist „mjög fljótlega“. Fátt er þó fast í hendi í yfirlýsingunni. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig afvopnunin eigi að fara fram og ekkert er fjallað um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna kjarnavopnatilrauna þess. Ennfremur kom ekkert fram um mögulega friðarsamninga en tæknilega ríkir enn stríð á milli nágrannaþjóðanna á Kóreuskaga, að því er segir í frétt Reuters. AP-fréttastofan segir að í yfirlýsingunni sé fyrst og fremst ítrekaðar fyrri opinberar yfirlýsingar og skuldbindingar. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fyrstu viðbrögð sérfræðinga í málefnum heimshlutans við yfirlýsingunni á Twitter. Þeir hafa áhyggjur af því hversu innihaldsrýr yfirlýsingin er með þeim fyrirvara að Trump gæti kynnt ítarlegra samkomulag síðar. „Ef þetta er allt og sumt…þetta er niðurdrepandi. Þetta er jafnvel þynnra en flestir efasemdamenn áttu von á,“ skrifar Robert E. Kelly, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Kóreuskaga. Hann bendir á að Trump hafi ekki einu sinni tryggt sér loforð frá Kim um eyðingu eldflauga eða lokunar tilraunastöðvar.Wow. If this is it... this is depressing. This is even thinner than most skeptics anticipated. I figured Trump wd at least get some missiles or a site closure or something concrete: https://t.co/tvhLVnlXpj. This looks pretty generic. Maybe there will be some surprise in presser? https://t.co/BbzZaeCzo0— Robert E Kelly (@Robert_E_Kelly) June 12, 2018 Meiriháttar sigur fyrir Kim Aðrir sérfræðingar hafa gagnrýnt að með því að fallast á fundinn sögulega hafi Trump gefið Kim meiriháttar sigur. Bandaríkjaforseti væri í reynd að veita leiðtoga einangraðasta einræðisríkis heims lögmæti og viðurkenna hann sem jafningja sinn. „Þetta er meiriháttar sigur fyrir Kim Jong-un sem hefur núna, ef ekkert annað, orðstírinn og áróðurssigurinn í að hitta forsetann í einrúmi vopnaður kjarnorkufælingarmætti,“ segir Michael Kovrig, sérfræðingur í norðaustur Asíu, við AP-fréttastofuna. Jenny Town, sérfræðingur í málefnum Kóreu, segir að ferð Kim til Singapúr og fundurinn við Trump sé pólitískur sigur fyrir hann. Myndaaugnablikin í ferðinni hafi ekki geta verið betri þó að Kim hefði sett þau sjálfur á svið. „Staðreyndin er sú að þetta er Kim Jong-un, fyrir sex mánuðum var hann einn hataðasti leiðtogi heims, nú er komið fram við hann eins og pólitíska rokkstjörnu,“ segir Town við BBC. Trump fór lofsamlegum orðum um Kim við fréttamenn þegar þeir hittust í Singapúr í nótt. Sagði hann Kim „mjög gáfaðan“ og „mjög verðugan, mjög harðan samningamann“. „Ég lærði að hann er mjög hæfileikaríkur maður. Ég lærði líka að hann elskar landið sitt mjög mikið,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Fögur fyrirheit um frið á Kóreuskaga eru að finna í sameiginlegri yfirlýsingu sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir eftir fund þeirra í nótt. Sérfræðingar gagnrýna hins vegar að engar nýjar skuldbindingar séu að finna í skjalinu. Trump heitir Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði skuldbindingu sína um „algera afkjarnavopnun“ Kóreuskagans í yfirlýsingunni sem þeir skrifuðu undir í Singapúr. Þá eru ríkin tvö sögð ætla að vinna saman að varanlegum friði og viðræðum verður haldið áfram. Bandaríkjaforseti fullyrti að afvopnunin hefðist „mjög fljótlega“. Fátt er þó fast í hendi í yfirlýsingunni. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig afvopnunin eigi að fara fram og ekkert er fjallað um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna kjarnavopnatilrauna þess. Ennfremur kom ekkert fram um mögulega friðarsamninga en tæknilega ríkir enn stríð á milli nágrannaþjóðanna á Kóreuskaga, að því er segir í frétt Reuters. AP-fréttastofan segir að í yfirlýsingunni sé fyrst og fremst ítrekaðar fyrri opinberar yfirlýsingar og skuldbindingar. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fyrstu viðbrögð sérfræðinga í málefnum heimshlutans við yfirlýsingunni á Twitter. Þeir hafa áhyggjur af því hversu innihaldsrýr yfirlýsingin er með þeim fyrirvara að Trump gæti kynnt ítarlegra samkomulag síðar. „Ef þetta er allt og sumt…þetta er niðurdrepandi. Þetta er jafnvel þynnra en flestir efasemdamenn áttu von á,“ skrifar Robert E. Kelly, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Kóreuskaga. Hann bendir á að Trump hafi ekki einu sinni tryggt sér loforð frá Kim um eyðingu eldflauga eða lokunar tilraunastöðvar.Wow. If this is it... this is depressing. This is even thinner than most skeptics anticipated. I figured Trump wd at least get some missiles or a site closure or something concrete: https://t.co/tvhLVnlXpj. This looks pretty generic. Maybe there will be some surprise in presser? https://t.co/BbzZaeCzo0— Robert E Kelly (@Robert_E_Kelly) June 12, 2018 Meiriháttar sigur fyrir Kim Aðrir sérfræðingar hafa gagnrýnt að með því að fallast á fundinn sögulega hafi Trump gefið Kim meiriháttar sigur. Bandaríkjaforseti væri í reynd að veita leiðtoga einangraðasta einræðisríkis heims lögmæti og viðurkenna hann sem jafningja sinn. „Þetta er meiriháttar sigur fyrir Kim Jong-un sem hefur núna, ef ekkert annað, orðstírinn og áróðurssigurinn í að hitta forsetann í einrúmi vopnaður kjarnorkufælingarmætti,“ segir Michael Kovrig, sérfræðingur í norðaustur Asíu, við AP-fréttastofuna. Jenny Town, sérfræðingur í málefnum Kóreu, segir að ferð Kim til Singapúr og fundurinn við Trump sé pólitískur sigur fyrir hann. Myndaaugnablikin í ferðinni hafi ekki geta verið betri þó að Kim hefði sett þau sjálfur á svið. „Staðreyndin er sú að þetta er Kim Jong-un, fyrir sex mánuðum var hann einn hataðasti leiðtogi heims, nú er komið fram við hann eins og pólitíska rokkstjörnu,“ segir Town við BBC. Trump fór lofsamlegum orðum um Kim við fréttamenn þegar þeir hittust í Singapúr í nótt. Sagði hann Kim „mjög gáfaðan“ og „mjög verðugan, mjög harðan samningamann“. „Ég lærði að hann er mjög hæfileikaríkur maður. Ég lærði líka að hann elskar landið sitt mjög mikið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55