Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Fjölmiðlar í heimalandinu eru hoppandi kátir með sinn mann. Rodong Sinmun Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel myndskreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkissjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö áratuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samni n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frekari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forsetanum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Efnislega var umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með SuðurKóreu, sem Lýðræðislega alþýðulýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu.Segir framtíðarhorfurnar góðar Á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorkuafvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Bandaríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, fyrirrennari hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og hættulegasta vandamálið. „ Ekki lengur, sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. Framtíðarhorfur Norður-Kóreu eru góðar!“ Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira
Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel myndskreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkissjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö áratuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samni n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frekari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forsetanum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Efnislega var umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með SuðurKóreu, sem Lýðræðislega alþýðulýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu.Segir framtíðarhorfurnar góðar Á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorkuafvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Bandaríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, fyrirrennari hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og hættulegasta vandamálið. „ Ekki lengur, sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. Framtíðarhorfur Norður-Kóreu eru góðar!“
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Sjá meira
Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45