Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Fjölmiðlar í heimalandinu eru hoppandi kátir með sinn mann. Rodong Sinmun Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel myndskreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkissjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö áratuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samni n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frekari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forsetanum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Efnislega var umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með SuðurKóreu, sem Lýðræðislega alþýðulýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu.Segir framtíðarhorfurnar góðar Á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorkuafvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Bandaríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, fyrirrennari hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og hættulegasta vandamálið. „ Ekki lengur, sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. Framtíðarhorfur Norður-Kóreu eru góðar!“ Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel myndskreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkissjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö áratuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samni n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frekari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forsetanum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Efnislega var umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með SuðurKóreu, sem Lýðræðislega alþýðulýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu.Segir framtíðarhorfurnar góðar Á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorkuafvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Bandaríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, fyrirrennari hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og hættulegasta vandamálið. „ Ekki lengur, sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af Norður-Kóreu . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. Framtíðarhorfur Norður-Kóreu eru góðar!“
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Sjá meira
Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Kim Jong-un getur fagnað eftir fund sinn með Trump. Kínverjar fagna því að hugmyndum þeirra verði mögulega fylgt eftir en Íranar vara við sviksemi Donalds Trump. 13. júní 2018 06:00
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45