84 milljónir veittar í prestsþjónustu á Landspítalanum í fyrra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Prestar og djáknar eru hluti af geðsviði spítalans. Vísir/vilhelm Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launatengd gjöld og annan rekstrarkostnað presta og djákna við spítalann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Landspítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir einstaklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítalann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjónustu allan ársins hring. „Meginverkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildarkostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 prósent starfshlutfalli sem sinnir sálgæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúklingar fái til sín presta eða trúarleiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölunum, bæði á Akureyri og í Reykjavík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús landsins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launatengd gjöld og annan rekstrarkostnað presta og djákna við spítalann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Landspítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir einstaklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítalann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjónustu allan ársins hring. „Meginverkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildarkostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 prósent starfshlutfalli sem sinnir sálgæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúklingar fái til sín presta eða trúarleiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölunum, bæði á Akureyri og í Reykjavík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús landsins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira