Sá sem átti niðrandi ummæli á Framvellinum biðst afsökunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 17:20 Úr leik hjá Fram. Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/Andri Marinó Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Vísir greindi frá málinu í gærmorgun, en framkvæmdastjóri Víkings sendi frá sér Twitterfærslu þar sem hann talaði um munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni. Formaður meistaraflokksráðs Fram, Daði Guðmundsson, sagði í Akraborginni í gær að Framarar teldu sig hafa upplýsingar um að þetta væri rétt, einn gestur vallarins hafi látið orð falla sem megi tengja við rasisma. Í tilkynningu Fram í dag segir : „Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla.“ Þá hefur sá sem lét ummælin falla stigið fram og beðið alla Víkinga, leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn afsökunar.Tilkynning Fram í heild sinni: Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla. Í jafnréttisstefnu FRAM stendur: „Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. FRAM leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.” FRAM mun reyna af öllum kröftum að tryggja að svona komi ekki fyrir aftur og mun með opinni umræðu í félaginu beita sér í þeim efnum. FRAM getur ekki sætt sig við svona framkomu og ætlar ekki að gera það. Í framhaldi af því ferli sem við fórum í þá hefur Kristleifur Kolbeinsson sent okkur eftirfarandi yfirlýsingu. „Ég undirritaður Kristleifur Kolbeinsson harma mjög þau ummæli sem ég viðhafði um leikmann Víkings Ó í leiknum gegn FRAM á miðvikudag. Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins. Ég vil biðja félagið mitt FRAM, afsökunar og vona að ég hafi ekki valdið félaginu skaða því ég veit að svona hegðun er ekki það sem FRAM vill standa fyrir”. Reykjavík 1. júní 2018 Kristleifur Kolbeinsson Knattspyrnufélagið FRAM ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu máli að öðru leiti en fram kemur hér að ofan. Við trúum því að allir hafi lært eitthvað af þessu máli og vonum að svona komi aldrei aftur upp í okkar félagi. F.h. Knattspyrnufélagsins FRAM Sigurður Ingi Tómasson Formaður Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30 Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Vísir greindi frá málinu í gærmorgun, en framkvæmdastjóri Víkings sendi frá sér Twitterfærslu þar sem hann talaði um munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni. Formaður meistaraflokksráðs Fram, Daði Guðmundsson, sagði í Akraborginni í gær að Framarar teldu sig hafa upplýsingar um að þetta væri rétt, einn gestur vallarins hafi látið orð falla sem megi tengja við rasisma. Í tilkynningu Fram í dag segir : „Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla.“ Þá hefur sá sem lét ummælin falla stigið fram og beðið alla Víkinga, leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn afsökunar.Tilkynning Fram í heild sinni: Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla. Í jafnréttisstefnu FRAM stendur: „Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. FRAM leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.” FRAM mun reyna af öllum kröftum að tryggja að svona komi ekki fyrir aftur og mun með opinni umræðu í félaginu beita sér í þeim efnum. FRAM getur ekki sætt sig við svona framkomu og ætlar ekki að gera það. Í framhaldi af því ferli sem við fórum í þá hefur Kristleifur Kolbeinsson sent okkur eftirfarandi yfirlýsingu. „Ég undirritaður Kristleifur Kolbeinsson harma mjög þau ummæli sem ég viðhafði um leikmann Víkings Ó í leiknum gegn FRAM á miðvikudag. Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins. Ég vil biðja félagið mitt FRAM, afsökunar og vona að ég hafi ekki valdið félaginu skaða því ég veit að svona hegðun er ekki það sem FRAM vill standa fyrir”. Reykjavík 1. júní 2018 Kristleifur Kolbeinsson Knattspyrnufélagið FRAM ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu máli að öðru leiti en fram kemur hér að ofan. Við trúum því að allir hafi lært eitthvað af þessu máli og vonum að svona komi aldrei aftur upp í okkar félagi. F.h. Knattspyrnufélagsins FRAM Sigurður Ingi Tómasson Formaður
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30 Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30
Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23