Berst fyrir því að nota kannabis í NFL Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júní 2018 06:00 James í leik með Tampa Bay vísir/getty Bandaríski NFL leikmaðurinn Mike James segist þurfa að neyta kannabisefna til þess að spila íþróttina og vill fá leyfi til þess að spila með kannabis í blóðinu. James, sem er samningslaus eins og er, hefur lagt inn formlega beiðni um undanþágu frá banni á kannabis. Beiðninni var hafnað vegna ófullnægjandi sannanna um að hann þyrfti í raun á efnunum að halda en James á enn í viðræðum við forráðamenn deildarinnar. „Það að leggja inn beiðnina var mikil áhætta og gæti hafa kostað mig ferilinn,“ sagði James við BBC. „En þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera. Ég er í þeirri stöðu að ég verð að gera þetta til að endurheimta líf mitt og ég get hjálpað leikmönnunum í deildinni með þessu.“ James var valinn sjötti í nýliðavalinu árið 2013 af Tampa Bay Buccaneers en hann brotnaði á ökkla á sínu fyrsta tímabili og hefur ferill hans aldrei náð almennilega af stað eftir það þar sem James hefur glímt við mikla verki í ökklanum síðan þá og varð háður verkjalyfjum. „Ég datt í þann pakka að gera hvað sem ég gat til þess að komast inn á völlinn en ég var farin að hafa skaðleg áhrif á líf mitt fyrir utan völlinn. Fíkn er erfiður sjúkdómur en kannabis gefur mér annan valkost.“ Kannabis er löglegt í Flórídafylki og segir James neyslu þess hafa hjálpað sér mjög mikið að slá á verkina og fíknina. Efnið er hins vegar ekki leyfilegt í NFL deildinni. James segir að þrátt fyrir að efnið sé ólöglegt sé líklega meira en helmingur leikmanna deildarinnar sem noti kannabis og margir styðji við bakið á honum í baráttunni við að fá að nota kannabis. NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Bandaríski NFL leikmaðurinn Mike James segist þurfa að neyta kannabisefna til þess að spila íþróttina og vill fá leyfi til þess að spila með kannabis í blóðinu. James, sem er samningslaus eins og er, hefur lagt inn formlega beiðni um undanþágu frá banni á kannabis. Beiðninni var hafnað vegna ófullnægjandi sannanna um að hann þyrfti í raun á efnunum að halda en James á enn í viðræðum við forráðamenn deildarinnar. „Það að leggja inn beiðnina var mikil áhætta og gæti hafa kostað mig ferilinn,“ sagði James við BBC. „En þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera. Ég er í þeirri stöðu að ég verð að gera þetta til að endurheimta líf mitt og ég get hjálpað leikmönnunum í deildinni með þessu.“ James var valinn sjötti í nýliðavalinu árið 2013 af Tampa Bay Buccaneers en hann brotnaði á ökkla á sínu fyrsta tímabili og hefur ferill hans aldrei náð almennilega af stað eftir það þar sem James hefur glímt við mikla verki í ökklanum síðan þá og varð háður verkjalyfjum. „Ég datt í þann pakka að gera hvað sem ég gat til þess að komast inn á völlinn en ég var farin að hafa skaðleg áhrif á líf mitt fyrir utan völlinn. Fíkn er erfiður sjúkdómur en kannabis gefur mér annan valkost.“ Kannabis er löglegt í Flórídafylki og segir James neyslu þess hafa hjálpað sér mjög mikið að slá á verkina og fíknina. Efnið er hins vegar ekki leyfilegt í NFL deildinni. James segir að þrátt fyrir að efnið sé ólöglegt sé líklega meira en helmingur leikmanna deildarinnar sem noti kannabis og margir styðji við bakið á honum í baráttunni við að fá að nota kannabis.
NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira