Leik Þórs/KA og Stjörnunnar í Mjólkurbikar kvenna sem átti að hefjast klukkan 16:30 í dag hefur verið frestað vegna samgönguerfiðleika um tæpan klukkutíma og er nýr leiktími klukkan 17:15.
Leikurinn er sá síðasti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og jafnframt stórleikur umferðarinnar. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Þegar leik lýkur verður dregið í 8-liða úrslitin, einnig í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Þá verður sýnt beint frá drættinum hér á Vísi.
Stjarnan fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV. Stjörnukonur slógu þá Þór/KA út í 8-liða úrslitum. Þór/KA er ríkjandi Íslandsmeistari.
Leik Þórs/KA og Stjörnunnar frestað um 45 mínútur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn