Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 11:11 Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl í fyrra. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Svíþjóð. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Þar að auki var hann dæmdur fyrir 119 tilraunir til manndráps. Réttarhöldunum yfir Akilov lauk í rauninni í apríl en var dómurinn kveðinn upp í morgun. Fjölskyldum þeirra sem dóu verða greiddar bætur og sömuleiðis munu þeir sem slösuðust eða urðu næstu því fyrir bíl Akilov fá bætur. Þegar á réttarhöldunum stóð sagði hann að ferðmenn hafðu verið hans helsta skotmark og að markmiðið hefði verið að á fá yfirvöld Svíþjóðar til að láta af stuðningi við baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Íslamska ríkið lýsti þó aldrei yfir ábyrgð á árásinni. Þegar hann framdi árásina hafði hælisbeiðni hans í Svíþjóð verið hafnað. Akilov ferðaðist frá Úsbekistan til Svíþjóðar árið 2014 og sótti um hæli. Umsókn hans var hafnað í desember 2016 og var honum gert að yfirgefa landið innan fjögurra vikna. Hann fór þó í felur og stakk ekki upp kollinum fyrr en í apríl, þegar hann stal flutningabíl og ók honum á miklum hraða eftir Drottningargötunni. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er um 16 ár en aldrei hefur neinn setið lengur í fangelsi þar í landi en í 34 ár. Samkvæmt umfjöllun SVT gæti Akilov sloppið úr fangelsi eftir tólf ár, með góðri hegðun. Hins vegar sagði dómarinnar Ragnar Palmkvist að klárt væri að Akilov yrði vísað frá Svíþjóð að fangelsisvistinni lokinni. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04 Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Svíþjóð. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Þar að auki var hann dæmdur fyrir 119 tilraunir til manndráps. Réttarhöldunum yfir Akilov lauk í rauninni í apríl en var dómurinn kveðinn upp í morgun. Fjölskyldum þeirra sem dóu verða greiddar bætur og sömuleiðis munu þeir sem slösuðust eða urðu næstu því fyrir bíl Akilov fá bætur. Þegar á réttarhöldunum stóð sagði hann að ferðmenn hafðu verið hans helsta skotmark og að markmiðið hefði verið að á fá yfirvöld Svíþjóðar til að láta af stuðningi við baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Íslamska ríkið lýsti þó aldrei yfir ábyrgð á árásinni. Þegar hann framdi árásina hafði hælisbeiðni hans í Svíþjóð verið hafnað. Akilov ferðaðist frá Úsbekistan til Svíþjóðar árið 2014 og sótti um hæli. Umsókn hans var hafnað í desember 2016 og var honum gert að yfirgefa landið innan fjögurra vikna. Hann fór þó í felur og stakk ekki upp kollinum fyrr en í apríl, þegar hann stal flutningabíl og ók honum á miklum hraða eftir Drottningargötunni. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er um 16 ár en aldrei hefur neinn setið lengur í fangelsi þar í landi en í 34 ár. Samkvæmt umfjöllun SVT gæti Akilov sloppið úr fangelsi eftir tólf ár, með góðri hegðun. Hins vegar sagði dómarinnar Ragnar Palmkvist að klárt væri að Akilov yrði vísað frá Svíþjóð að fangelsisvistinni lokinni.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04 Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04
Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42