Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 11:11 Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl í fyrra. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Svíþjóð. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Þar að auki var hann dæmdur fyrir 119 tilraunir til manndráps. Réttarhöldunum yfir Akilov lauk í rauninni í apríl en var dómurinn kveðinn upp í morgun. Fjölskyldum þeirra sem dóu verða greiddar bætur og sömuleiðis munu þeir sem slösuðust eða urðu næstu því fyrir bíl Akilov fá bætur. Þegar á réttarhöldunum stóð sagði hann að ferðmenn hafðu verið hans helsta skotmark og að markmiðið hefði verið að á fá yfirvöld Svíþjóðar til að láta af stuðningi við baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Íslamska ríkið lýsti þó aldrei yfir ábyrgð á árásinni. Þegar hann framdi árásina hafði hælisbeiðni hans í Svíþjóð verið hafnað. Akilov ferðaðist frá Úsbekistan til Svíþjóðar árið 2014 og sótti um hæli. Umsókn hans var hafnað í desember 2016 og var honum gert að yfirgefa landið innan fjögurra vikna. Hann fór þó í felur og stakk ekki upp kollinum fyrr en í apríl, þegar hann stal flutningabíl og ók honum á miklum hraða eftir Drottningargötunni. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er um 16 ár en aldrei hefur neinn setið lengur í fangelsi þar í landi en í 34 ár. Samkvæmt umfjöllun SVT gæti Akilov sloppið úr fangelsi eftir tólf ár, með góðri hegðun. Hins vegar sagði dómarinnar Ragnar Palmkvist að klárt væri að Akilov yrði vísað frá Svíþjóð að fangelsisvistinni lokinni. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04 Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Svíþjóð. Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Þar að auki var hann dæmdur fyrir 119 tilraunir til manndráps. Réttarhöldunum yfir Akilov lauk í rauninni í apríl en var dómurinn kveðinn upp í morgun. Fjölskyldum þeirra sem dóu verða greiddar bætur og sömuleiðis munu þeir sem slösuðust eða urðu næstu því fyrir bíl Akilov fá bætur. Þegar á réttarhöldunum stóð sagði hann að ferðmenn hafðu verið hans helsta skotmark og að markmiðið hefði verið að á fá yfirvöld Svíþjóðar til að láta af stuðningi við baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Íslamska ríkið lýsti þó aldrei yfir ábyrgð á árásinni. Þegar hann framdi árásina hafði hælisbeiðni hans í Svíþjóð verið hafnað. Akilov ferðaðist frá Úsbekistan til Svíþjóðar árið 2014 og sótti um hæli. Umsókn hans var hafnað í desember 2016 og var honum gert að yfirgefa landið innan fjögurra vikna. Hann fór þó í felur og stakk ekki upp kollinum fyrr en í apríl, þegar hann stal flutningabíl og ók honum á miklum hraða eftir Drottningargötunni. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er um 16 ár en aldrei hefur neinn setið lengur í fangelsi þar í landi en í 34 ár. Samkvæmt umfjöllun SVT gæti Akilov sloppið úr fangelsi eftir tólf ár, með góðri hegðun. Hins vegar sagði dómarinnar Ragnar Palmkvist að klárt væri að Akilov yrði vísað frá Svíþjóð að fangelsisvistinni lokinni.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04 Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Verjandinn um Akilov: "Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Akilov segir að ferðamenn í Stokkhólmi hafi verið skotmarkið Rakhmat Akilov, maðurinn sem ákærður er fyrir hryðjuverk með því að hafa ekið á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi á síðasta ári, var vitni fyrir rétti í dómsmálinu gegn honum í dag. 20. febrúar 2018 13:04
Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og sé því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. 13. febrúar 2018 10:32
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42