Leynilegum upptökum lekið af fundi Boris Johnson Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Boris Johnson er ekki sagður hafa hjálpað ríkisstjórn sinni mikið með ummælum sínum. Vísir/Getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38
Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00
Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila