Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu Smári Jökull Jónsson skrifar 30. maí 2018 21:47 Arnar Már í leik gegn Blikum á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm „Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti