Trump segir fundinn enn mögulegan Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 08:00 Allra augu hafa beinst að þeim Donald Trump og Kim Jong-un undanfarna daga og vikur. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að enn komi til greina að hann muni funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn segir að „afar afkastamiklar“ viðræður um að endurvekja fundinn hafi þegar átt sér stað en hann sendi Kim bréf á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki hitta einræðisherrann, vegna „fjandsemi“ Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna.Í tísti í nótt segir Trump að fundurinn gæti verið haldinn þann 12. júní, eða seinna.We are having very productive talks with North Korea about reinstating the Summit which, if it does happen, will likely remain in Singapore on the same date, June 12th., and, if necessary, will be extended beyond that date. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2018 Með þeirri ákvörðun að hætta við fundinn kom Trump bandamönnum sínum í Suður-Kóreu í opna skjöldu og sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, að hann hefði komið að fjöllum varðandi ákvörðunina og honum þætti miður að ekkert yrði af fundinum. Norður-Kórea sendi frá sér sáttatón og sagðist tilbúið til fundarins hvenær sem er. Þrátt fyrir breyttan tón Norður-Kóreu er ekkert sem hefur breyst varðandi stöðu ríkisins fyrir fundinni. Ef marka má yfirlýsingar ríkisins eru stjórnendur þess alls ekki tilbúnir til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og Bandaríkin segja ekkert annað koma til greina. Fyrr verði ekki létt á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir Norður-Kóreu leitast eftir annars konar samningi, þar sem báðar hliðar myndu gefa eftir jafnóðum. Þeir myndu láta vopn sín af hendi í skrefum og og þvinganir yrðu felldar niður samhliða þeim skrefum.Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó oftar en einu sinni skrifað undir slíka samninga án þess að standa við þá. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að enn komi til greina að hann muni funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn segir að „afar afkastamiklar“ viðræður um að endurvekja fundinn hafi þegar átt sér stað en hann sendi Kim bréf á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki hitta einræðisherrann, vegna „fjandsemi“ Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna.Í tísti í nótt segir Trump að fundurinn gæti verið haldinn þann 12. júní, eða seinna.We are having very productive talks with North Korea about reinstating the Summit which, if it does happen, will likely remain in Singapore on the same date, June 12th., and, if necessary, will be extended beyond that date. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2018 Með þeirri ákvörðun að hætta við fundinn kom Trump bandamönnum sínum í Suður-Kóreu í opna skjöldu og sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, að hann hefði komið að fjöllum varðandi ákvörðunina og honum þætti miður að ekkert yrði af fundinum. Norður-Kórea sendi frá sér sáttatón og sagðist tilbúið til fundarins hvenær sem er. Þrátt fyrir breyttan tón Norður-Kóreu er ekkert sem hefur breyst varðandi stöðu ríkisins fyrir fundinni. Ef marka má yfirlýsingar ríkisins eru stjórnendur þess alls ekki tilbúnir til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og Bandaríkin segja ekkert annað koma til greina. Fyrr verði ekki létt á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir Norður-Kóreu leitast eftir annars konar samningi, þar sem báðar hliðar myndu gefa eftir jafnóðum. Þeir myndu láta vopn sín af hendi í skrefum og og þvinganir yrðu felldar niður samhliða þeim skrefum.Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó oftar en einu sinni skrifað undir slíka samninga án þess að standa við þá.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00
Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41
Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00