Trump segir fundinn enn mögulegan Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 08:00 Allra augu hafa beinst að þeim Donald Trump og Kim Jong-un undanfarna daga og vikur. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að enn komi til greina að hann muni funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn segir að „afar afkastamiklar“ viðræður um að endurvekja fundinn hafi þegar átt sér stað en hann sendi Kim bréf á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki hitta einræðisherrann, vegna „fjandsemi“ Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna.Í tísti í nótt segir Trump að fundurinn gæti verið haldinn þann 12. júní, eða seinna.We are having very productive talks with North Korea about reinstating the Summit which, if it does happen, will likely remain in Singapore on the same date, June 12th., and, if necessary, will be extended beyond that date. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2018 Með þeirri ákvörðun að hætta við fundinn kom Trump bandamönnum sínum í Suður-Kóreu í opna skjöldu og sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, að hann hefði komið að fjöllum varðandi ákvörðunina og honum þætti miður að ekkert yrði af fundinum. Norður-Kórea sendi frá sér sáttatón og sagðist tilbúið til fundarins hvenær sem er. Þrátt fyrir breyttan tón Norður-Kóreu er ekkert sem hefur breyst varðandi stöðu ríkisins fyrir fundinni. Ef marka má yfirlýsingar ríkisins eru stjórnendur þess alls ekki tilbúnir til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og Bandaríkin segja ekkert annað koma til greina. Fyrr verði ekki létt á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir Norður-Kóreu leitast eftir annars konar samningi, þar sem báðar hliðar myndu gefa eftir jafnóðum. Þeir myndu láta vopn sín af hendi í skrefum og og þvinganir yrðu felldar niður samhliða þeim skrefum.Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó oftar en einu sinni skrifað undir slíka samninga án þess að standa við þá. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að enn komi til greina að hann muni funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn segir að „afar afkastamiklar“ viðræður um að endurvekja fundinn hafi þegar átt sér stað en hann sendi Kim bréf á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki hitta einræðisherrann, vegna „fjandsemi“ Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna.Í tísti í nótt segir Trump að fundurinn gæti verið haldinn þann 12. júní, eða seinna.We are having very productive talks with North Korea about reinstating the Summit which, if it does happen, will likely remain in Singapore on the same date, June 12th., and, if necessary, will be extended beyond that date. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2018 Með þeirri ákvörðun að hætta við fundinn kom Trump bandamönnum sínum í Suður-Kóreu í opna skjöldu og sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, að hann hefði komið að fjöllum varðandi ákvörðunina og honum þætti miður að ekkert yrði af fundinum. Norður-Kórea sendi frá sér sáttatón og sagðist tilbúið til fundarins hvenær sem er. Þrátt fyrir breyttan tón Norður-Kóreu er ekkert sem hefur breyst varðandi stöðu ríkisins fyrir fundinni. Ef marka má yfirlýsingar ríkisins eru stjórnendur þess alls ekki tilbúnir til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og Bandaríkin segja ekkert annað koma til greina. Fyrr verði ekki létt á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir Norður-Kóreu leitast eftir annars konar samningi, þar sem báðar hliðar myndu gefa eftir jafnóðum. Þeir myndu láta vopn sín af hendi í skrefum og og þvinganir yrðu felldar niður samhliða þeim skrefum.Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó oftar en einu sinni skrifað undir slíka samninga án þess að standa við þá.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00
Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41
Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00