Heimavarnarráðherrann hætti næstum því eftir skammir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 22:31 Nielsen fékk það óþvegið frá Trump á ríkisstjórnarfundi í gær. Vísir/AFP Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var komin á fremsta hlunn með að segja af sér eftir að Donald Trump forseti skammaði hana fyrir framan alla ríkisstjórnina í gær. Trump er sagður hafa látið skömmum rigna yfir alla stjórnina vegna þess að honum fannst hún hafa brugðist í að tryggja landamæri Bandaríkjanna. Heimildarmenn New York Times segja að Nielsen, sem er náinn samstarfsmaður Johns Kelly starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi skrifað afsagnarbréf en ekki sent það eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Nielsen hefur landamæravörslu og innflytjendamál á sinni könnu. Bræði forsetans vegna innflytjendamála er sögð hafa farið vaxandi á undanförnum vikum. Hann hafði tekið heiður af því að innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna fækkaði í fyrra. Þeim hefur hins vegar fjölgað á þessu ári.Vill skilja að fjölskyldur sem koma yfir landamærin Á fundinum í gær er Trump sagður hafa öskrað að suðurlandamærin væru hriplek og að ríkisstjórnin yrði að gera meira til að koma í veg fyrir ólöglegar ferðir fólks yfir þau. Nielsen er sögð hafa talið gagnrýni Trump beinast fyrst og fremst að sér. Hún hafi sagt samstarfsmönnum að hún myndi segja af sér af forsetinn teldi hana ekki standa sig í starfi. Samskipti Trump og Nielsen eru sögð hafa verið stirð undanfarnar vikur. Trump hafi ítrekað lagt að henni að ganga harðar fram til að stöðva för innflytjenda yfir landamærin. Nielsen tók við embættinu í desember af Kelly eftir að Trump gerði hann að starfsmannastjóra sínum. Forsetinn hafi litið svo á Nielsen og fleiri embættismenn í ráðuneytinu hafi ekki viljað framfylgja skipun hans um að stía í sundur fjölskyldum sem koma ólöglega yfir landamærin. Hann og aðstoðarmenn hans hafa markað þá stefnu til að fæla fjölskyldur frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti á mánudag að landamæraverðir myndu nú alltaf ákæra fólk sem fer ólöglega yfir landamærin. Sú stefnubreyting eru sögð gera sundrun fjölskyldna líklegri. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var komin á fremsta hlunn með að segja af sér eftir að Donald Trump forseti skammaði hana fyrir framan alla ríkisstjórnina í gær. Trump er sagður hafa látið skömmum rigna yfir alla stjórnina vegna þess að honum fannst hún hafa brugðist í að tryggja landamæri Bandaríkjanna. Heimildarmenn New York Times segja að Nielsen, sem er náinn samstarfsmaður Johns Kelly starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi skrifað afsagnarbréf en ekki sent það eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Nielsen hefur landamæravörslu og innflytjendamál á sinni könnu. Bræði forsetans vegna innflytjendamála er sögð hafa farið vaxandi á undanförnum vikum. Hann hafði tekið heiður af því að innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna fækkaði í fyrra. Þeim hefur hins vegar fjölgað á þessu ári.Vill skilja að fjölskyldur sem koma yfir landamærin Á fundinum í gær er Trump sagður hafa öskrað að suðurlandamærin væru hriplek og að ríkisstjórnin yrði að gera meira til að koma í veg fyrir ólöglegar ferðir fólks yfir þau. Nielsen er sögð hafa talið gagnrýni Trump beinast fyrst og fremst að sér. Hún hafi sagt samstarfsmönnum að hún myndi segja af sér af forsetinn teldi hana ekki standa sig í starfi. Samskipti Trump og Nielsen eru sögð hafa verið stirð undanfarnar vikur. Trump hafi ítrekað lagt að henni að ganga harðar fram til að stöðva för innflytjenda yfir landamærin. Nielsen tók við embættinu í desember af Kelly eftir að Trump gerði hann að starfsmannastjóra sínum. Forsetinn hafi litið svo á Nielsen og fleiri embættismenn í ráðuneytinu hafi ekki viljað framfylgja skipun hans um að stía í sundur fjölskyldum sem koma ólöglega yfir landamærin. Hann og aðstoðarmenn hans hafa markað þá stefnu til að fæla fjölskyldur frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti á mánudag að landamæraverðir myndu nú alltaf ákæra fólk sem fer ólöglega yfir landamærin. Sú stefnubreyting eru sögð gera sundrun fjölskyldna líklegri.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48