Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. maí 2018 08:54 Utanríkisráðherrann var ómyrkur í máli í viðtali við franska dagblaðið Le Parisien Vísir/EPA Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn. Þrátt fyrir að allir hafi staðið við sitt til þessa ákvað Trump Bandaríkjaforseti að Bandaríkin myndu ekki lengur virða samkomulagið og viðskiptaþvingunum yrði aftur komið á. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir að þetta þýði að stórfyrirtæki frá Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum verði að rifta mikilvægum samningum í Íran til að forðast refsiaðgerðir gegn útibúum sínum í Bandaríkjunum. Það sé ólíðandi að Bandaríkin hafi vald til að grípa inn í rekstur erlendra fyrirtækja með svo grófum hætti. Frakkar muni leita stuðnings annarra Evrópuríkja til að vernda hagsmuni þessara fyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað risavaxna samninga í Íran á síðustu misserum eru flugvélaframleiðandinn Airbus, olíurisinn Total og bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot. Fyrirtækin hafa frest fram til nóvember til að hætta öllum viðskiptum við Íran, annars verður þeim refsað með þvingunaraðgerðum gegn starfsstöðvum þeirra í Bandaríkjunum. Airbus Bandaríkin Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn. Þrátt fyrir að allir hafi staðið við sitt til þessa ákvað Trump Bandaríkjaforseti að Bandaríkin myndu ekki lengur virða samkomulagið og viðskiptaþvingunum yrði aftur komið á. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir að þetta þýði að stórfyrirtæki frá Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum verði að rifta mikilvægum samningum í Íran til að forðast refsiaðgerðir gegn útibúum sínum í Bandaríkjunum. Það sé ólíðandi að Bandaríkin hafi vald til að grípa inn í rekstur erlendra fyrirtækja með svo grófum hætti. Frakkar muni leita stuðnings annarra Evrópuríkja til að vernda hagsmuni þessara fyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað risavaxna samninga í Íran á síðustu misserum eru flugvélaframleiðandinn Airbus, olíurisinn Total og bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot. Fyrirtækin hafa frest fram til nóvember til að hætta öllum viðskiptum við Íran, annars verður þeim refsað með þvingunaraðgerðum gegn starfsstöðvum þeirra í Bandaríkjunum.
Airbus Bandaríkin Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira