Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:30 Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent