Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:30 Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís. Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira