Skattar og jöfnuður Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun