Skattar og jöfnuður Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun