Kári frá Akranesi úr 2. deild mætir Pepsideildar liði Víkings R. í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla en dregið var í Laugardalnum í dag.
Þrír Pepsideildar slagir verða í þessari umferð, FH mætir KA, Breiðablik fær KR í heimsókn og bikarmeistarar ÍBV mæta Íslandsmeisturum Vals.
Leikirnir fara fram 30. og 31. maí.
16-liða úrslit Mjólkurbikars karla:
FH - KA
Kári - Víkingur R.
Valur - ÍBV
Fram - Víkingur Ó.
Fjölnir - Þór
Breiðablik - KR
Stjarnan - Þróttur R.
Grindavík - ÍA
