Garðar Örn: Var orðinn þreyttur á að ljúga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2018 19:30 Garðar Örn ætlar að láta til sín taka í tónlistarheiminum næstu misseri. Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira