Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2018 12:35 Tíst Trump í gær þar sem virtist boða árásir í Sýrlandi olli mörgum heilabrotum, ekki síst vegna þess að Trump hefur gagnrýnt fyrri ríkisstjórn Baracks Obama harðlega fyrir að hafa greint frá áætluðum hernaðaraðgerðum fyrir fram. Vísir/AFP Aðeins degi eftir að hann hótaði Rússum með eldflaugaárásum í Sýrlandi er Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaður að draga í land. Hann tísti í morgun um að slíkar árásir gætu átt sér stað „fljótlega eða ekki svo fljótlega“. Stirt hefur verið á milli Rússa, sem hafa stutt Sýrlandsstjórn með hernaðarmætti sínum, og vestrænna ríkja undanfarið, ekki síst eftir efnavopnaárás í bænum Douma í Austur-Ghouta um helgina. Vestræn ríki hafa sakað ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta um að hafa staðið að baki henni. Því hefur ríkisstjórn Assad og Rússar harðneitað. Trump hótaði Rússum með yfirvofandi eldflaugaárásum á Twitter í gær vegna efnavopnaárásarinnar en áður höfðu Rússar sagst myndu skjóta niður öll flugskeyti sem skotið yrði að Sýrlandi. Rússar brugðust við hótunum Trump í gær með því að segja að þeir stunduðu ekki samfélagsmiðlaerindrekstur. Annað hljóð var komið í strokkinn hjá Trump á Twitter í morgun. „Sagði aldrei hvenær árás á Sýrland myndi eiga sér stað. Gæti verið mjög fljótlega eða alls ekki svo fljótlega!“ tísti Bandaríkjaforseti. Nokkuð holur hljómur var þó í upphaflegu tísti Trump um mögulegar eldflaugaárásir. Aðeins hálftíma eftir tístið þar sem hann hótaði Rússum harmaði hann hversu slæmt samband Bandaríkjamanna og Rússa væri orðið. Spurði hann í tísti hvort að þeir ættu að hætta „vopnakapphlaupi“.Never said when an attack on Syria would take place. Could be very soon or not so soon at all! In any event, the United States, under my Administration, has done a great job of ridding the region of ISIS. Where is our “Thank you America?”— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2018 Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Aðeins degi eftir að hann hótaði Rússum með eldflaugaárásum í Sýrlandi er Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaður að draga í land. Hann tísti í morgun um að slíkar árásir gætu átt sér stað „fljótlega eða ekki svo fljótlega“. Stirt hefur verið á milli Rússa, sem hafa stutt Sýrlandsstjórn með hernaðarmætti sínum, og vestrænna ríkja undanfarið, ekki síst eftir efnavopnaárás í bænum Douma í Austur-Ghouta um helgina. Vestræn ríki hafa sakað ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta um að hafa staðið að baki henni. Því hefur ríkisstjórn Assad og Rússar harðneitað. Trump hótaði Rússum með yfirvofandi eldflaugaárásum á Twitter í gær vegna efnavopnaárásarinnar en áður höfðu Rússar sagst myndu skjóta niður öll flugskeyti sem skotið yrði að Sýrlandi. Rússar brugðust við hótunum Trump í gær með því að segja að þeir stunduðu ekki samfélagsmiðlaerindrekstur. Annað hljóð var komið í strokkinn hjá Trump á Twitter í morgun. „Sagði aldrei hvenær árás á Sýrland myndi eiga sér stað. Gæti verið mjög fljótlega eða alls ekki svo fljótlega!“ tísti Bandaríkjaforseti. Nokkuð holur hljómur var þó í upphaflegu tísti Trump um mögulegar eldflaugaárásir. Aðeins hálftíma eftir tístið þar sem hann hótaði Rússum harmaði hann hversu slæmt samband Bandaríkjamanna og Rússa væri orðið. Spurði hann í tísti hvort að þeir ættu að hætta „vopnakapphlaupi“.Never said when an attack on Syria would take place. Could be very soon or not so soon at all! In any event, the United States, under my Administration, has done a great job of ridding the region of ISIS. Where is our “Thank you America?”— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2018
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46