Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2018 12:35 Tíst Trump í gær þar sem virtist boða árásir í Sýrlandi olli mörgum heilabrotum, ekki síst vegna þess að Trump hefur gagnrýnt fyrri ríkisstjórn Baracks Obama harðlega fyrir að hafa greint frá áætluðum hernaðaraðgerðum fyrir fram. Vísir/AFP Aðeins degi eftir að hann hótaði Rússum með eldflaugaárásum í Sýrlandi er Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaður að draga í land. Hann tísti í morgun um að slíkar árásir gætu átt sér stað „fljótlega eða ekki svo fljótlega“. Stirt hefur verið á milli Rússa, sem hafa stutt Sýrlandsstjórn með hernaðarmætti sínum, og vestrænna ríkja undanfarið, ekki síst eftir efnavopnaárás í bænum Douma í Austur-Ghouta um helgina. Vestræn ríki hafa sakað ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta um að hafa staðið að baki henni. Því hefur ríkisstjórn Assad og Rússar harðneitað. Trump hótaði Rússum með yfirvofandi eldflaugaárásum á Twitter í gær vegna efnavopnaárásarinnar en áður höfðu Rússar sagst myndu skjóta niður öll flugskeyti sem skotið yrði að Sýrlandi. Rússar brugðust við hótunum Trump í gær með því að segja að þeir stunduðu ekki samfélagsmiðlaerindrekstur. Annað hljóð var komið í strokkinn hjá Trump á Twitter í morgun. „Sagði aldrei hvenær árás á Sýrland myndi eiga sér stað. Gæti verið mjög fljótlega eða alls ekki svo fljótlega!“ tísti Bandaríkjaforseti. Nokkuð holur hljómur var þó í upphaflegu tísti Trump um mögulegar eldflaugaárásir. Aðeins hálftíma eftir tístið þar sem hann hótaði Rússum harmaði hann hversu slæmt samband Bandaríkjamanna og Rússa væri orðið. Spurði hann í tísti hvort að þeir ættu að hætta „vopnakapphlaupi“.Never said when an attack on Syria would take place. Could be very soon or not so soon at all! In any event, the United States, under my Administration, has done a great job of ridding the region of ISIS. Where is our “Thank you America?”— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2018 Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Aðeins degi eftir að hann hótaði Rússum með eldflaugaárásum í Sýrlandi er Donald Trump Bandaríkjaforseti byrjaður að draga í land. Hann tísti í morgun um að slíkar árásir gætu átt sér stað „fljótlega eða ekki svo fljótlega“. Stirt hefur verið á milli Rússa, sem hafa stutt Sýrlandsstjórn með hernaðarmætti sínum, og vestrænna ríkja undanfarið, ekki síst eftir efnavopnaárás í bænum Douma í Austur-Ghouta um helgina. Vestræn ríki hafa sakað ríkisstjórn Bashars al-Assad forseta um að hafa staðið að baki henni. Því hefur ríkisstjórn Assad og Rússar harðneitað. Trump hótaði Rússum með yfirvofandi eldflaugaárásum á Twitter í gær vegna efnavopnaárásarinnar en áður höfðu Rússar sagst myndu skjóta niður öll flugskeyti sem skotið yrði að Sýrlandi. Rússar brugðust við hótunum Trump í gær með því að segja að þeir stunduðu ekki samfélagsmiðlaerindrekstur. Annað hljóð var komið í strokkinn hjá Trump á Twitter í morgun. „Sagði aldrei hvenær árás á Sýrland myndi eiga sér stað. Gæti verið mjög fljótlega eða alls ekki svo fljótlega!“ tísti Bandaríkjaforseti. Nokkuð holur hljómur var þó í upphaflegu tísti Trump um mögulegar eldflaugaárásir. Aðeins hálftíma eftir tístið þar sem hann hótaði Rússum harmaði hann hversu slæmt samband Bandaríkjamanna og Rússa væri orðið. Spurði hann í tísti hvort að þeir ættu að hætta „vopnakapphlaupi“.Never said when an attack on Syria would take place. Could be very soon or not so soon at all! In any event, the United States, under my Administration, has done a great job of ridding the region of ISIS. Where is our “Thank you America?”— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2018
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46