Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 15:18 Trump er sagt létt að vita að hann sé ekki grunaður. Það er hins vegar hafa styrkt þá skoðun hans að hann ætti að setjast niður með Mueller. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10