Vonbrigði stúdenta Logi Einarsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Úthlutunarreglur LÍN 2018 - 2019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með sárt ennið. Raunin er sú að þörfum stúdenta hefur ekki verið sinnt síðastliðin ár og þeir þurft að sætta sig við skertan hlut – en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar enga breytingu á því ástandi. Að okkar mati, og að mati talsmanna stúdenta, eru úthlutunareglurnar ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Hækkun á reiknaðri framfærslu er minniháttar. Hún er enn þá töluvert undir 200.000 krónum og rúmlega 100.000 krónum lægri en lágmarkslaun. Reynt er að réttlæta þennan mikla mismun með vísan til þess að leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á almennum markaði en það gengur illa upp vegna þess að aðeins brot af nemendum fá úthlutað íbúð. Frítekjumarkið var heldur ekki hækkað og hefur verið óbreytt síðan 2014 – en laun hafa á sama tíma hækkað um 32%.Vanlíðan stúdenta Vonbrigði stúdenta við þessum fréttum voru bæði augljós og eðlileg, enda eiga þeir margir erfitt með að ná endum saman. Þeir sem ekki geta fengið aðstoð frá foreldrum reyna oft að vinna með skóla en lenda þá í vítahring þar sem námslán þeirra skerðast fljótt vegna lágra frítekjumarka. Á sama tíma líður unga háskólafólkinu okkar ekki vel – en stór hluti háskólanema mælist með kvíða- og þunglyndisvandamál. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild og mikilvægt að allir sem vilja geti menntað sig. Í þessari efnahagslegu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta almennilega í menntun, endurskoða LÍN og stórbæta kjör námsmanna. Bætum kjörin Hækka þarf reiknaða framfærslu þannig að hún taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Það verður auk þess að hækka frítekjumarkið, efla dreifbýlisstyrki, hækka ferðastyrki, efla og nútímavæða þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp samtímagreiðslur námslána svo að unga fólkið okkar þurfi ekki að setja sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá ættum við að færa okkur í áttina að námsstyrkjakerfi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu höfum við í Samfylkingunni kallað eftir. Við fögnum því að að flóttafólk öðlist rétt á námslánum. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft verði að lifa á námslánum. Við þurfum almennilega framtíðarsýn í menntamálum á Íslandi til að vaxa og dafna og til að takast á við þær hröðu breytingar sem eru fram undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk og tími til kominn að endurskoða og nútímavæða sjóðinn og gæta þess að hann sinni raunverulega hlutverki sínu sem jöfnunartæki.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Úthlutunarreglur LÍN 2018 - 2019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með sárt ennið. Raunin er sú að þörfum stúdenta hefur ekki verið sinnt síðastliðin ár og þeir þurft að sætta sig við skertan hlut – en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar enga breytingu á því ástandi. Að okkar mati, og að mati talsmanna stúdenta, eru úthlutunareglurnar ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Hækkun á reiknaðri framfærslu er minniháttar. Hún er enn þá töluvert undir 200.000 krónum og rúmlega 100.000 krónum lægri en lágmarkslaun. Reynt er að réttlæta þennan mikla mismun með vísan til þess að leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á almennum markaði en það gengur illa upp vegna þess að aðeins brot af nemendum fá úthlutað íbúð. Frítekjumarkið var heldur ekki hækkað og hefur verið óbreytt síðan 2014 – en laun hafa á sama tíma hækkað um 32%.Vanlíðan stúdenta Vonbrigði stúdenta við þessum fréttum voru bæði augljós og eðlileg, enda eiga þeir margir erfitt með að ná endum saman. Þeir sem ekki geta fengið aðstoð frá foreldrum reyna oft að vinna með skóla en lenda þá í vítahring þar sem námslán þeirra skerðast fljótt vegna lágra frítekjumarka. Á sama tíma líður unga háskólafólkinu okkar ekki vel – en stór hluti háskólanema mælist með kvíða- og þunglyndisvandamál. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild og mikilvægt að allir sem vilja geti menntað sig. Í þessari efnahagslegu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta almennilega í menntun, endurskoða LÍN og stórbæta kjör námsmanna. Bætum kjörin Hækka þarf reiknaða framfærslu þannig að hún taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Það verður auk þess að hækka frítekjumarkið, efla dreifbýlisstyrki, hækka ferðastyrki, efla og nútímavæða þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp samtímagreiðslur námslána svo að unga fólkið okkar þurfi ekki að setja sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá ættum við að færa okkur í áttina að námsstyrkjakerfi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu höfum við í Samfylkingunni kallað eftir. Við fögnum því að að flóttafólk öðlist rétt á námslánum. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft verði að lifa á námslánum. Við þurfum almennilega framtíðarsýn í menntamálum á Íslandi til að vaxa og dafna og til að takast á við þær hröðu breytingar sem eru fram undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk og tími til kominn að endurskoða og nútímavæða sjóðinn og gæta þess að hann sinni raunverulega hlutverki sínu sem jöfnunartæki.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar