Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2018 20:00 Trump fordæmdi efnavopnaárásina í Sýrlandi í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. John Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi sést sitja fyrir aftan forsetann. Vísir/EPA „Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira