Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Donald Trump forseti er æfur út í Kínverja. VÍSIR/GETTY Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. Þá munu Bandaríkjamenn takmarka möguleika Kínverja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að þetta væru mótvægisaðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hugverkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum viðskiptaháttum hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignarhald útlendinga á kínverskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrirtækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvuárásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættisins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrirtækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einnig haldið fram að Trump hefði einfaldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37 Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. Þá munu Bandaríkjamenn takmarka möguleika Kínverja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær. Í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að þetta væru mótvægisaðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hugverkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum viðskiptaháttum hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignarhald útlendinga á kínverskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrirtækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvuárásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættisins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrirtækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einnig haldið fram að Trump hefði einfaldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37 Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Markaðir óttast viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna vegna refsitolla Trump Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag vegna ótta við áhrif refsitolla Bandaríkjanna á Kína. 22. mars 2018 20:37
Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum Bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum. 22. mars 2018 08:22